24 júlí 2008

Ég ætla að láta þennan blýant hverfa

Ofboðslega finnst mér gaman að senda myndir í netið frá símanum mínum. Ef ég gæti sent mér bréf níu ár aftur í tímann, þarsem ég sit á gólfinu uppá efri hæð og teppa símalínuna í húsinu, hringi í internetþjónustu og sendi ímeila, sem ég hef þegar skrifað og seivað í notepad til að spara símtalið.. Ja, þá væri ég annar maður í dag, veggirnir mínir fölgrænir.

Ég talaði við Sigga bróður í dag. Og mömmu. Og bankann. Og myndasögufólk og afgreiðslufólk og túrista og safngesti og meðleigjendur og Marvin og Hall.

Hverjum er ég að gleyma?

The Dark Knight er æðislegt bíó. Ég skil ekki fólk sem finnst hún of löng. Ég skil fólk sem finnst Batman-röddin hans Bale kjánaleg, en ekki þá sem setja það fyrir sig. Borgar-sónarinn var líka dálítið takkí, en hann fær hálfan passa afþví gaurinn er að reyna að vera leðurblaka maður kommon.

Ég á hálfa minningu frá einhverri ferð í bæinn, mamma fór með okkur Sigga eitthvað að vesenast og ætlaði að fara með okkur í bíó áður en við færum heim. Mér finnst einsog þetta hafi verið á Snorrabrautinni. Og myndin var Batman, sem þýðir að ég hef verið sjö, átta ára. Og mamma jafngömul mér núna. Jeminn. En við vorum á eitthvað leiðinlegum tíma, hvort það var klukkutími í næstu sýningu, og það varð ekkert úr bíóinu. Ég sá Batman einhverju síðar þegar Óskar bróðir kom með hana heim frá Tælandi, það var tælenskur texti og enskt tal, ég hugsa að við höfum ekkert skilið í henni.. En djöfull fannst okkur gaman að því samt. Ég teiknaði Batman-lógóið á jólaskreytingar.

-b.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég man ljóslifandi eftir því að hafa farið á hana í bíó á sínum tíma, aðalega eftir því að hafa fengið íspinna eftir myndina og haft íspinna-pinnann uppí mér þvert yfir kjaftinn alla leiðina heim svo ég gæti brosað eins og djókerinn. og ætli það hafi barasta ekki virkað.

Skuggi

Nafnlaus sagði...

Jú það virkaði augljóslega! Og ég held svei mér þá að það sé enn að virka.
-Ingi

Björninn sagði...

Þegar ég lít til baka, leitar hugur minn til..