31 júlí 2008

Bita fyrst, síðan hitt

Ohhhhhh lífið maður það er ljúffengt ég bít það!

Maður þarf ekki að tyggja allt sem er ljúffengt!

Og ekki allt sem.. þú veist sem maður getur tuggið er bragðgott.

Við erum að fara í bústað á morgun. Við erum: Ég sjálfur, Davíð, Víðir, Helgi, Hlynur, Anní, Helga og Hafsteinn. Lost er í sjónvarpinu. Við ætlum að leggja af stað um leið og Davíð kemst frá vinnu, ég er búinn að skipta á vakt við hann Ólaf, en það þýðir að ég opna húsið á morgun jeminn það er gott á bragðið í heilanum að ganga um í stóru húsi aleinn.

Og sjáiði nú til: við ætlum að vera yfir verslunarmannahelgina. Ég keypti mér grillkjöt, bæði svín og lamb, salöt og sósu og svona. Og snakk og bjór. Allt sem ég þarf. Ég raða því upp í stafla einsog í Trainspotting. Síðan keyrum við í Borgarfjörðinn með sólina í kinnarnar, fjöllin fyrst á hægri, svo vinstri, svo aftur hægri. Það eru göng þarna einhverstaðar á leiðinni. En það er frábært sjáðu: maður dýfir sér oní djúpið og svo er lífið bjart og fallegt þegar maður kemur upp og borgar tollinn.

Þetta hefur verið endalaust róleg vika. Frí á mánudaginn, sólbað á miðvikudag, hálfur dagur í dag. Ég er í smá útistöðum við skattinn en það lítur allt út fyrir að við greiðum úr því. Og svo eru mánaðarmót, útborgun og nýja íbúðin komin í pokann. Hei já ég ætlaði að sækja lyklana að henni á morgun. Hvað er ekki að gerast, spyr ég.

Segðu mér það herra vinsældamaður.

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Björninn sagði...

Ef það er eitthvað sem gerir mig vansælan þá eru það svona nafnlaus komment. Svei mér þá ég held ég eyði þeim bara.

Sona.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.