Í 24 stundum er auglýsing fyrir Treo, eða einsog ég kalla það ,,Nektar dagsins eftir." (Nei ég kalla það ekki það, mér datt það bara í hug núna rétt í þessu. Og það er frekar ólíklegt að ég noti það aftur.) En þar stendur í smáu letri að vegna þess hversu mikið natríum er í því þá sé óráðlegt fyrir fólk með of háan blóðþrýsting að neyta lyfsins.
Nú hef ég lesið utaná pakkana oftar en einusinni og oftar en tvisvar (einsog einn eða tveir lesendur þessa geta staðfest) og aldrei rekist á þessa viðvörun. Þýðir þetta að ég þurfi nú að ganga í hóp ónýtra og hausverkjaðra? Eða er þetta einsog með lakkrísinn, mér myndi væntanlega líða betur ef ég borðaði hann ekki, en fjandinn hann er góður á bragðið maður ég get ekki bannað þér að fá þér eina tvær lengjur.
?
-b.
2 ummæli:
Þú veist þú kallar það "lífsins elixír" ójá
Annars var ég að lesa þennan meters langa strimil sem er vafið utan um Treo stauk og fann nú ekkert concret um notkun samfara of háum blóðþrýstingi. Hins vegar er eitthvað shaky að nota blóðþrýstingslækkandi lyf með þessu. Já og svo stendur að það sé mikið salt (=>natríum) svo maður á að passa sig á því.
Svo rak ég augun í eina af alvarlegri aukaverkununum: "merki um blæðingu í maga eða þörmum, t.d. [...] blóðug uppköst".
Er Már nokkuð háður Treo?
Já vá, það var örugglega það sem ég var að reyna að muna. Elixírarinn.
Vesenið er svo að ég þarf alltaf að taka blóðþrýstingslyfin mín, ég get ekki bara sleppt þeim einn daginn þegar ég er þunnur og poppað treo. Þó það hafi nú reyndar gerst. Oh, vesen.
En hvað segir þú um það Már, bryðuru treo til að komast á lappir og framá klósett að æla blóði? (Ég held að Már heyri ekki í mér.)
Skrifa ummæli