11 júní 2006

'Gripe'

RÚV hefur verið að sýna ágætis bíómyndir undanfarið, svona á milli sæmilegra bíómynda og einstaka lélegra bíómynda. Núna eru þeir t.a.m. að sýna Saving Private Ryan, sem ég myndi telja til góðra kvikmynda. Ég hef hinsvegar tekið eftir því að þeir nota iðulega 3:4 skjásniðið þegar þeir sýna þetta annars vandaða stöff.

Ég hef reyndar ekki tekið eftir því sérstaklega, en ég held að þeir geri þetta líka við sjónvarpsþættina. The Sopranos og Lost eru t.a.m. teknir upp í breiðskjá.

Eru þeir e.t.v. ekkert að spá í þessu þarna uppfrá? Mér þykir það ósköp hæpið. Er þetta þá meðvituð ákvörðun um að fylla skjái landsmanna?

Þetta er lélegt hjá ykkur, RÚVarar. Fúllskrín er fyrir kellingar.

(Þeir eru reyndar ekki einir um þetta.. Einsog ég minntist á fyrir einhverju síðan þá sýndi SkjárEinn Battlestar Galactica með sama móti. En égmeina.. þetta er RÚV. Maður má búast við einhverjum standard.)

-b.

Engin ummæli: