02 júní 2006

'Skyssur' einsog í 'mistök'

Tvær stærstu skyssurnar sem ég gerði í módernismaritgerðinni:
  • Skildi eftir stikkið ,,ÁRTAL" í tveimur neðanmálsgreinum á einni síðunni. Geri þetta stundum þegar ég hef heimildina ekki við höndina, skrifa bara það sem vantar (ártal, blaðsíðutal, útgáfu osfrv.) í stórum stöfum svo ég sjái það og geti skipt út þegar ég fer yfir seinna. Þarna hljóp ég greinilega yfir síðu. Neyðarlegt, svona vægast sagt.
  • Hélt því fram að bókin Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson hefði komið út árið 1956, en hún kom víst út árið 1920. Skil þetta nú ekki, er nokkuð viss um að ég sá hana útgefna '56 í gegni. Etv. seinni þýðing úr dönsku eða.. eitthvað. Ég þekki manninn ekkert. Hef ekki lesið staf eftir hann.
    Þetta var reyndar ekki stórt mál, var bara að nota titilinn á bókinni sem samanburð við titil 79 af stöðinni, en það er lélegt að svipta svona hulunni af fáfræðinni. Lágmark að hafa ártölin á hreinu.


Fleira var það nú ekki. Er það nokkuð, Sveinn?

-b.

Engin ummæli: