06 júní 2006

Gó Jútúb

John Cleese og gengið í jarðarförinni hans Grahams Chapmans:



...

Ég horfði á einhverja fimmtán þætti af Lost í gær og það tók mig nærri því allan daginn. Fínt því ég hafði ekkert annað að gera, þannig séð.. Kláraði svo það sem ég átti eftir í dag og nú vantar mig meira. Alveg sárlega.

Þessi sjötta Sopranos sería má nú bara fara í fúlan pytt.

Hinsvegar byrjar Entourage aftur um næstu helgi og þá get ég tekið hollívúddsjúka gleði mína á ný.
Og vitleysingarnir fóru aftur í gang í gær. Allt á uppleið, ef maður lítur í þá áttina.

Er að skána af kvefinu. Vonandi get ég komist í einhverja sól áður en vinnan byrjar aftur, en það verður á föstudaginn. Langa langa frí.

-b.

Engin ummæli: