18 maí 2006

Uuuu.. æpodd?

Eitt af þeim rss gáttum sem ég hef uppivið eru 'Tækni og vísindi' á mbl.is. Það er reyndar sjaldan sem maður rekst á eitthvað nýtt, en mér sýnist fréttamenn þar á bæ lesa sirka sömu síður og ég; þarna koma stytta og endursagðar fréttir sem maður hefur þegar lesið á digg, slashdot eða annarstaðar. Stundum er þetta nú freekar lélegt, og án þess að detta oní ,,mbl.is sökkar"-gryfjuna sem hún dís göslaði um í á dögunum þá vildi ég benda á þetta:
Bandaríska fyrirtækið Creative Technology, sem framleiðir stafræna tónlistarspilara svipaða iPod spilurunum vinsælu, hefur farið fram á það við bandarískan dómstól að Apple verði bannað að selja og markaðssetja iPod í Bandaríkjunum.

Heldur Creative því fram að notendaviðmót iPod spilaranna brjóti gegn einkaleyfi fyrirtækisins fyrir Zen mp3 spilara þess. Sótti það um einkaleyfið árið 2001 og fékk það loks árið 2005 og hefur síðan hótað málsókn.

Krefst Creative þess að lögbann verði sett á sölu iPod spilaranna í Bandaríkjunum auk þess sem skaðabóta er krafist.

Creative hefur átt á brattann að sækja á mp3 markaðnum og var fyrirtækið rekið með tapi fyrstu þrjá mánuði þessa árs.

Hvað á þessi mynd að þýða? Eru þetta ekki bara tveir iPoddar? Svartur og hvítur? Það er einsog það sé ýjað að því að deilurnar snúist á einhvern hátt um útlitið eða ytra byrði spilarans, en í raun og veru vilja Creative menn meina að þeir hafi einkarétt á því að sortera lög eftir ákveðnu stigveldi í stafrænum tónlistarspilurum: listamaður > plata > lag. Sem er auðvitað bara hlægilegt, en virðist vera eitt af þessu sem þú getur fengið einkaleyfi fyrir samt sem áður.

Þetta er bara svo sjálfsagt. Svona flokka ég mússíkina á tölvunni minni.. Og ef ég vil hafa það þannig á spilaranum líka á ég að gjöra svo vel og kaupa einhvern ákveðinn gaur?

Reyndar veit ég ekki hvort þetta kemur okkur neitt við þarsem enn er bara talað um sölu í Bandaríkjunum. En hei. Ég blóka nú samt um það.

-b.

ps. Eldrefurinn hrundi nú rétt í þessu en færslan bjargaðist. Hef ég áður minnst á undraverða eiginleika SessionSaver? Snilli.

pps. Ég var kannske soldið fljótur á mér þarna; las ekki yfir síðuna hennar Dísar áður en ég birti, en þarna eru þrjár færslur sem paunkast utaní Morgunblaðið. Hún er greinilega ennþá að, blessunin.

Engin ummæli: