20 maí 2006

,,The call it Pollution. We call it Life."

Vá vá vá. Þetta er það veikasta sem ég hef séð í vikunni.

Einhverjir helvítis glæpónar sem kalla sig The Competitive Enterprise Institute voru að skella í gang tveimur auglýsingum þarsem vísindarannsóknir sem vara við gróðurhúsaáhrifunum eru dregnar í efa og viðbjóðurinn sem hverskonar vinnuvélar spúa frá sér eru ekki lengur ,,mengun" heldur einfaldlega ,,líf".

Einsog þessi hérna minnist á líkist þetta helst paródíu en þeim er víst dauðans alvara. Spáið í þessu rugli.

Verst að ég get ekki hlaðið þessu uppá HI-netið þarsem þetta er geymt á mms gaur en þið getið skoðað auglýsingarnar hérna. Beinir tenglar í wmv hi-res gaura hérna og hérna.

CSI Miami gæti verið mest böggandi þáttur í heimi. Fyrir utan helvítið hann Caruso þá er hver ein og einasta lögga í þáttunum ofurhetja. Svalari en klaki, bryðja morðingja í morgunmat og finna sífellt ýktari leiðir til að segja hvort öðru það sem þau ættu öll að vita þá þegar. Ég held það kallist ,,exposition with a vengeance." Sjáiði þetta samtal Caruso og þessarar ljóshærðu:

- Þegar manneskja deyr þá minnkar hitastig lifrinnar um tvær gráður fyrstu klukkustundina og síðan eina gráðu á klukkustund þar á eftir.
- Já ég veit, ég vinn hérna líka manstu?
- Þú gekkst til liðs við sveitina fyrir sex árum síðan, aðflutt frá Boston. Þú útskrifaðist með hæstu mögulegu einkunn frá Harvard, giftist 'Herra Alheimi 1993' og fórst í þína fyrstu fóstureyðingu tveimur mánuðum síðar.
- .. Ha? Bíddu, hvar..
- Þú gætir spurt mig um hvað sem er og það myndi aldrei taka mig lengur en tíu sekúndur að svara þér því ég tala mjög hratt og hreyfi mig í mjöðmunum á meðan.
- *hleypur í burtu, öskrandi*: ÉG VARÐ FYRIR SÁLRÆNU ÁFALLI NÚ RÉTT Í ÞESSU OG HEF ÞESSVEGNA MISST VITIÐ!!
- (Við næsta mann) Þetta áfall orsakaðist af því að við töluðum ekki nógu mikið saman. Ég er minn eigin maður og stundum segi ég of snjalla hluti í of stuttu máli. Komdu hingað og ég skal segja þér hvað þú varst að gera síðasta klukkutímann og hversvegna.
* Sólin skellur á sólgleraugum Carúsós og við fáum lifandi klósöpp af byssukúlu sem skellur á gangstétt nokkrum kílómetrum austar *
Vónt get fúld agenn!

Nei takk.

-b.

Engin ummæli: