03 maí 2006

Lúkufylli af sandi

Ég er svona draumþunnur einhvernveginn.. Það er hellingur búinn að gerast nefnilega, eitthvað sem maður veltir um í heilanum þarsem maður situr og hugsar, en ég er ekki viss á því hvað gerðist í draumi og hvað gerðist í raun og veru. Talaði ég við Má í gær eða dreymdi mig það? Hann var kominn aftur á Selfoss. Hitti ég stelpuna þarna og kærastann hennar á Eggertsgötunni? Nei líklega var það draumur.

Ég veit að allt dramað í kringum gaurinn og konuna hans og Danna og familíuna í útlandinu, ruslahaugarnir og grindverkin, gömlu vinkonurnar og bolinn minn.. það var í draumi. Löngum draumi.

Og í gær afgreiddi ég gaurinn með kattaraugað. Hann var annaðhvort þunnur eða lítið sofinn, á leiðinni í vinnuna að kaupa sér morgunjógúrt með krumpuðum fimmhundruðkalli. Núna áðan hitti ég Höllu (sko hvað ég man) og Gyðu í bóksölunni, en þær voru að klára sitt dót. Síðasta prófið og maí nýbyrjaður.

Ég var líka rétt vaknaður þegar það var hringt í mig úr Háholtinu og mér boðin allskonar kvöld til að vinna á. Ég neitaði öllu. Hefði betur sleppt því að mæta í gær; þetta rústar alveg rythmanum sem ég er með í gangi.

Á hinn bóginn var ég vaknaður fyrir hádegi í dag. Gæti verið verra.

-b.

Engin ummæli: