25 maí 2009

Veðrið er úti

Mitt síðasta verk fimmtudaginn síðastliðna var að skila inn þessum pistli fyrir vef Borgarbókasafnsins. Hann er ekki merkilegur, ég segi fátt af viti en þarna er hann.

Ég tók þessar bækur, blaðaði í þeim og skrifaði sirka sjötíu orð um það sem mér sýndist þær vera um. Þarna var ég gaurinn sem skrifar tóma þvælu aftaná DVD-myndir, sem lýsir þeim ekki neitt en hann má ekki vera að því að (eða nennir ekki eða vill ekki) horfa á þær. Starf er starf er starf.

Á hjólinu er ég ellefu-tólf mínútur á leiðinni í ræktina, og sama tilbaka. Þetta er planið í sumar.

Ég tek mér að öllum líkindum sumarfrí frá 10. júlí til 10. eða 11. ágúst.

Við fórum í bústað um helgina og það var helvíti fínt.. Grill og pottur og bjór og svona, kærusturnar með í þetta skiptið. Við Nanna kíktum á Landnámssetrið í Borgarnesi á laugardeginum og fórum í landnámsleiðsögn og Eglu-leiðsögn, gengum göng með ipod í eyrunum. Þegar við ætluðum að leggja af stað heim sirka hálftólf á laugardagskvöld þá var sprungið á bílnum, en við skiptum um dekk á nótæm og keyrðum af stað.

Satt best að segja kom það mér á óvart hvað það gekk vel hjá okkur. Ég hef aldrei skipt um dekk með jafnlitlu veseni.

Stórfréttir.

Jæja hún hlýtur nú að fara að renna í hlað. Ég ætla út í sólina.

-b.

Engin ummæli: