Ég átti grátlega lítið eftir í Cryptonomicon þegar ég þurfti að hella mér í ritgerðina, en í gær kláraði ég rest. Hún er æði. Ekkert útá endinn að setja, og leiðin þangað var gloríús.
Ég talaði um að kíkja á hana 19. febrúar, ég hlýt að hafa gert það fljótlega eftir þann tíma þannig að ég var sirka tvo og hálfan mánuð með hana. Hm.
Og þá er Quicksilver í útláni, ég vil helst halda strax áfram. Get fengið hana senda frá Ársafni á mánudaginn, hugsa að ég geri það.
Fyrstu drög að sumarfríi eru komin á blað, að fara í frí 11. júlí og koma aftur 10. ágúst. Byrja barasta með stæl og ganga á fjall. Svo er allt niðurímót.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli