Í gamla daga, ef það voru ekki nógu margir sem kláruðu tiltekinn kúrs, þá var ekki hægt að skoða tölfræðina á Uglunni - hversu margir fengu sömu einkunn og ég, hversu margir urðu fyrir ofan eða neðan. Þá þótti friðhelgi einkalífsins væntanlega stefnt í voða, þarsem hægt væri að sjá meira og minna hvað hver hefði fengið í einkunn. En nú eru breyttir tímar.
Ég get farið í tölfræðina í einkunnagjöfinni á Útópíum og nútíma, þarsem við vorum þrjú og bara tvö (eða tveir) sem kláruðum kúrsinn. Sessunautur minn var 0,5 hærri en ég á málstofuverkefninu. Góður Helgi.
Ég get líka farið í tölfræðina á BA verkefninu mínu, sem er skemmtilegt. Þar koma fram lokaeinkunnir hjá öllum þeim sem skrifuðu BA ritgerð í bókmenntafræði á sama tíma og ég. Við vorum fjögur. Einn hærri en ég, tveir lægri, þar af einn með mjög lága einkunn. En það var reyndar alvita.
Ég var næstlægstur í blogg-kúrsinum þeirra Hermanns og Þrastar. Mikið hlýtur ritgerðin mín að hafa verið ömurleg.
Ég fór að skoða þetta því ég var að fá ritgerðina til baka sem ég sendi á föstudaginn. Gunnþórunn sendi tilbaka með track changes kommentum og svona og ég dróst saman í hnút af skömm þegar ég sá að eitt placeholder HÁSTAFA-ártalið (,,EITTHVAÐÁR") varð eftir. Þetta er eitthvað sem ég skrifa inn þegar ég vil bara halda áfram að skrifa og færa inn réttar upplýsingar seinna. Mér finnst ég ekki eiga skilið þá einkunn sem ég fékk, en ég tek henni nú samt.
Í öðrum fréttum: Er á leiðinni í Smáralind að ræða við opticalstudio um gleraugun mín á eftir. Þau virka ekki. Svo síðasti Lost þangaðtil í haust.
Hjólaði í ræktina í gær.. það var munur.
Er annars að skrifa þýsk brot uppúr Wortlaut Island akkúrat núna þannig að. Þúveist. Ég er hættur þessu.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli