Það er ekki svo langt síðan að ég hélt að annar Björgólfsfeðga héti Björgúlfur, en ég mundi ekki hvor það var þannig að þegar ég sagði nafnið/nöfnin þeirra upphátt þá lagði ég bara litla áherslu á ó/ú-ið, nema einhver annar hefði þegar sagt -ólfur og þá notaði ég sama staf, en gleymdi síðan við hvorn var átt.
Ég keyrði austur um helgina og spilaði Call of Cthulhu með Halli, Gunnari og Danna. Helvíti var það gaman. Við ætlum að reyna að gera þetta aftur sem fyrst.. verst að ég er að vinna næstu helgi. Í gær, mánudag, vaknaði ég heldur slappur og tilkynnti mig veikan í vinnuna. Ég er með einhvern sting í hálsinum sem leiðir uppí haus, ég held ég hafi klemmt eitthvað í ræktinni á laugardaginn.
Hafsteinn setti okkur á nýtt prógramm þá, það þriðja á frekar skömmum tíma. En það er líklega ekki mjög sniðugt að hanga í sama farinu mjög lengi. Dóttir hans átti afmæli um daginn, einsog sonur hans Ívars. Börn börn börn. Svo vildi ég fara í ræktina í gær einsog alla mánudaga, en Davíð vildi ekki. Í svoleiðis tilvikum ætti ég náttúrulega að deila við hann, fyrst rólega, þá hatrammlega, og rjúka síðan út með þjósti og fara einn í laugar. En ég var hálffeginn.. þetta var þá alger frídagur. Við förum í kvöld hvorteðer.
Það er ekki svo langt til jóla. Á ég að vera að hugsa um jólagjafir? Mamma gaf mér aur í afmælisgjöf, kannske ég noti hann til að kaupa jólagjafir.
Eða jólaskyrtu svo ég fari ekki í jólakött.
Ég held ég hafi fattað hvað það er við Sólkross Abrahams sem fer svona í taugarnar á mér. Sem er plús. Verst að maðurinn tók undir sófa með mér í haust, það eru ekki þægileg hagsmunatengsl.
-b.
6 ummæli:
Ég á/átti í nákvæmlega sömu vandræðum með auðfeðgana, skondið.
En Bjössi, þú notar ekki afmælispeninga til að kaupa gjafir handa öðrum. Það er dónaskapur.
Í alvöru? En skrýtið.
Já ég skil hvað þú átt við með peningana, auðvitað ætti ég að eyða þeim í afmælisgjöf propper handa sjálfum mér. Og segja mömmu síðan hver hún var og þakka aftur fyrir. Já það er fínt plan.
leggðu péníngana inná banka og láttu þá ávaxta þér meiri péning. Það mundi ég nefnilega ekki gera og það sem ég geri ekki í peníngamálum er öðrum víti til varnaðar.
Víðir von Shitcop
En ef þú stofnar einkahlutafélag til að reka skólagöngu þína og ég kaupi hlutabréf í þér og svo þegar þú útskrifast og færð alla Peningana þá yrki ég gróða.
Þú ert ekkert með klemmda taug, félagi... maður verður bara svona þegar maður fer að fikta í Mythosnum.
Sebau Fiends work Evil
On the Body
og þannig er nú það.
Það hjálpar ekki heldur að vera með lesser manifestation of Nyarlathothep í rúminu sínu. En það er þitt mál, sjáumst -
HKH
Já þetta er örugglega málið. Hinir Gömlu sjá að ég sýni þeim ekki næga virðingu svo þeir klemma taug í hálsinum á mér.
Þetta liggur dagljóst fyrir núna.
Skrifa ummæli