Dómur: Fjall og aftur fjall, og meira fjall. Ég var ánægður með bækurnar en ekki nógu ánægður með dóminn. Mér fannst hann bæði of langur og ekki nógu innihaldsmikill.
Las myndasögu í dag! Hún heitir Lex Luthor: Man of Steel, bara nokkuð fín. Azzarello mætti alveg slappa af í orðaleikjunum og endirinn er heldur snubbóttur (ég er reyndar enn að velta því fyrir mér, kannske virkar hann best þannig) en þetta er stutt og fín lesning.
Einhver minntist á árslista um daginn. Best of. Jeminn. Töggin sem ég bætti hérna inn áttu að hjálpa mér að muna hvað ég hafði lesið yfir árið en nú veit ég ekki hvort ég vil fara í gegnum það alltsaman?
Ég reddaði mér fríi helgina milli jóla og nýárs en þarf þess í stað að vinna næstu tvær helgar. Seinni helgina kemur Víðir í heimsókn. Þannig að verður næsta helgi ekki rólegheit og vesen? Fór einn í ræktina í gær og hlustaði á Snow Crash. Það er ekki eins gaman og ég var bara pínulítið fljótari.
Snow Crash er samt alveg að gera sig. Það er náttúrulega ósanngjarnt að bera hana saman við aðrar bækur bara afþví báðar hafa verið stimplaðar sæberpönk, en hún er endalaust skemmtilegri lesning en The Neuromancer.
Ég fór að hugsa um þetta í gær, þarsem ég sat og gerði magaæfingar og hlustaði á samtal Hiro og bókavarðarins, þeir tala lengi lengi um súmerskar mýtur og heimspeki, Thoruna, herpes og gagnaflutning -- þarna er bara verið að uppfræða lesandann, það er gersamlega ekkert aksjón í gangi, púra expósisjón. En samt virkar þetta svo miklu miklu betur heldur en samskonar senur í daVinci Code eða Sólkrossi. Má vera að áherslan á keyrsluna, að allt gerist á innan við sólarhring eða hvernig sem þetta er nú hugsað hjá þeim, grafi ennþá frekar undan köflum þarsem miklum tíma er eytt í útlistun á sagnfræði? Snow Crash gerist ekki á löngum tíma sýnist mér, en framrásin er afslappaðri. Og þessar sagnfræði/guðfræði-senur í bókinni gerast inní sæber-bókasafni, utanvið söguna í kjötheimum.
Ég held það sé eitthvað til í þessu.
Adventures in Exposition: Putting the 'thought' back into "..he explained thoughtfully."
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli