18 nóvember 2008

Ég fór á Bond í gær

En ég skemmi ekkert hérna held ég.

Quantum of Solace línan ,,we forgive each other" og eiginlega öll sú sena er ,,look at what they make you give" senan úr Bourne Identity. Nema að senan úr Bourne átti sér síðan hliðstæðu í Bourne Ultimatum, og þau samskipti urðu þungamiðjan í trílógíunni að mínu mati, eitt peð til annars. Ég er ekki viss um að Bond sé maður í svoleiðis.

Senan í Bond var samt sterk ein og sér. Það er náttúrulega ekki svona sem hann hugsar um vini sína (hann á enga vini), heldur er það svona sem hann hugsar um sjálfan sig.

Það er mjög mjög margt í Quantum sem er ofboðslega ofboðslega ýkt en það gengur allt upp vegna þess að Bond er Bond og maður hugsar bara ,,hva!" Það eina sem mér fannst ekki alveg virka var þessi makró-pólitíska sena á milli M og yfirmanns hennar.. mér fannst það ekki falla inní mítólógíuna. Er það vitleysa í mér? Ég hugsaði allavega bara að svoleiðis ætti heima í Queen and Country, ekki Bond.

Bond sjálfur var frekar litlaus í þessari mynd.. voru þeir að stóla á að maður myndi alveg eftir honum síðan síðast, og að hans persónulega saga í myndinni væri eðlilegt framhald þess sem kom á undan? Mér þætti það í sjálfu sér ekkert svo slæmt, framhaldsmyndir eru bara lélegar ef þær eru lélegar.. en ég hef ekki séð Casino Royale síðan hún var í bíó.

Mig langar að horfa á Casino Royale aftur.

-b.

2 ummæli:

Sævar sagði...

Hvar var Q?

Björninn sagði...

Í þínum villtustu, villtustu draumum Sævar.