04 október 2007

Heiðarvegir og feigðarslóðar

Hérna er smá gaman sem ég rakst á í vinnunni. Rakst á segi ég því ég er ekki mikill áhugamaður um þýskar þýðingar á Arnaldi Indriða, hvort sem er á blaði eða í eyrum. En hérna eru semsagt forsíðurnar á bókunum hans Ara, einsog þýskararnir sjá þær.

















...ég hef bara lesið Röddina, en hún gerðist einvörðungu inná hóteli í Reykjavík. Ég hef það eftir víðlesnara fólki að allar hinar sögurnar gerist líka innanbæjar. En Þjóðverjarnir vilja sjá Ísland fyrir sér í kofa uppá heiði. Það er ein heiði á Íslandi, nokkrir kofar á strái í kringum hana, og þar gerast glæpir. Endrum og eins.

Afhverju ætti annars einn lögreglumaður að sjá um allar morðrannsóknir á landinu?

-b.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessar kápur eru hreint út sagt ótrúlegar. Man reyndar eftir ansi góðum fyrirlestri hjá Gauta Kristmanns, þar sem hann kom inn á þessar kápur.

Maður á bara ekki til orð. Eitt er að hafa torfkofa framan á skáldsögum Jóns Kalmans, en þetta er algjörlega út í hött. Maður veltir því fyrir sér hvort lesendur verið ekki fyrir vonbrigðum.

-Ingi

Gunnar sagði...

Ég hef gefið nokkrar þessara bóka vinafólki míinu ytra, enginn hefur haft orð á kápunum. Ástæðan fyrir því að ég hefi valið þessar bækur umfram aðrar er sú að þetta er ekki bókafólk, heldur krimmalesarar. Það útskýrir kannski skort á umræðu um táknmyndir umbúða textans (textann utan um textann?).

Nafnlaus sagði...

Gætu þetta verið "íslenskari" coverar, já eða hvað? ég hef reyndar bara lesið eina bók eftir kauða og hún var leiðinleg saga um einhverja nasistaflugvél upp á vatnajökli eða eitthvað álíka, man ekki alveg. Rakst á síðuna þína á bloginu hans Halls.

Kveðja, Þóra (gudmunda.bloggar.is)