Rob Zombie minnir mig að hafi samið lag sem heitir Living Dead Girl.
Í dag sendi ég vini mínum sms sem í stóð ,,Það fór nú í verra með feðraveldið."
Þetta tvennt er tengt á sem ólíklegastan máta.
Í gær var gleðskapur niðrí Borgó. Málþing allan daginn og síðan kvöldmatur og fínerí. Ég vann rauðvínsflösku í kvikmyndagetraun og gaf hana svo aftur í innflutningspartíi seinna um kvöldið. Rétt svör voru: The Forgotten, Abandoned, Good Will Hunting, Ghostbusters og The Mummy. Ég hafði allt nema Abandoned.
Ég ræddi við gaur um nýju Radiohead plötuna. Hef samt ekki komið mér niður á neina konkret afstöðu ennþá, nema þá að OK Computer sé ennþá þeirra langlangbesta verk. Ég horfði á Meeting People is Easy í fyrradag, en þar er auðséð hversvegna það varð bið á fjórðu plötunni: Þessi túr hefur verið helvískur.
Ég er að fara að vinna aftur eftir tólf tíma. Það ætlar að verða erfitt að losna alveg. En þetta eru peningar í vasann minn og vasa ríksins, og maður verður nú að kætast yfir svoleiðis.
Hjól eru æði. Maður segir það hvorki né skrifar nógu oft.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli