Það er vinnan, ræktin, hin vinnan, súrmjólk á morgnana og ég bý með tveimur karlmönnum. Segðu mér þetta fyrir fimm árum síðan og ég spyr hver ert þú og hvaða gaur ertu að tala um?
En þessvegna er þetta svona gaman. Eða ég býst við því.
Ég var að kaupa miða á airwaves. Þá er þarnæsta helgi komin á kortið, í fleiri en einum skilningi. Ég les The Life and Times of Scrooge McDuck Companion, sem er eiginlega ekkert Companion neitt, heldur fleiri sögur sem Rosa vill ekki hengja beint í hinar tólf. Þessar sem eru í The Life and Times of Scrooge McDuck. Hann fer útí það í formálanum, ég nenni ekki að útlista það. En bókin er góð maður.
Og ég var að sækja nýju Radiohead plötuna rétt í þessu. Hún hlóðst inn á milli þess sem ég skrifaði ,,Ég les..." og ,,...útlista það." Ahemm. Segðu mér þetta þarsem ég sit á marmaranum í FSu fyrir sjö árum síðan og sæki fyrstu Tom Waits lögin mín á audiogalaxy, eitt í einu.
En þar er komin fyrsta Radiohead platan í dulítinn tíma sem ég kaupi ekki óheyrða. Ég treysti þeim satt best að segja ekki lengur. Engin ástæða til þess kannske, svona yfirhöfuð.
Bakið á mér small í lag í gær. Um daginn tók ég nokkrar laufléttar fótalyftur í ræktinni og varð allur ómögulegur í mjóbakinu, svona einsog hefur komið fyrir áður. Svo var ég að þurrka tærnar á mér í gær, sirka beinn í fótum að halla mér niður, og það small eitthvað þarna einmitt þarsem sársaukinn var. Ég reisti mig við glænýr maður. Þetta fer svolítið í taugarnar á mér. Maður bíður bara eftir því að þetta gerist aftur, og þá hlakkar mann til þess að einhver handahófskennd hreyfing færi mann í samt lag aftur.
Ekki fá ykkur bak. Þau eru tómt vesen.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli