29 október 2007

Ég vil skjóóóóta heiminn í spað

Er lína úr lagi sem á vel við í dag held ég. Mælirinn sýnir tvær gráður í morgunsárið en þegar maður hjólar niður Hverfisgötuna bítur vindurinn í hnúana einhverstaðar undir frostmarki. Maður kvartar samt ekki of mikið: Það er að minnsta kosti ennþá fært á hjólinu. Maður situr og skannar og verður þreyttari með hverri umferð en fær samt ekki af sér að drekka svartan hraða úr bolla. Tilfinningum mínum til kaffis verður ekki lýst í tómum orðum. Ég þyrfti ljósasvall, fígúratívan dans, gítarsóló, kokkálaða lúðrasveit og tækifærisræðu flutta afturábak. Kannske ég ráði her af ljóðskáldum til að lýsa þessu fyrir sjálfum mér og heiminum. Hann myndi mæta hingað á skrifstofuna og biðja um kaffi. Ég ræki hann á dyr.

Síðan komu svona milljón nýjar myndasögur á safnið um daginn. Ég stend með opinn góm og merki við einstakar kiljur í huganum. Í dag sat ég eftir og las Desolation Jones: Made in America eftir Warren Ellis og I Killed Adolf Hitler eftir Jason. Sú fyrri er bara þrusufín. Ég les alltaf Ellis og verð oftar fyrir vonbrigðum en ella en sumt kann hann vel og þá er fjör að lesa myndasögur. Og þessvegna heldur maður áfram að les'ann. Fáum hérna eitt fínt kóver:



I Killed Adolf Hitler er það besta sem ég hef lesið frá Jason síðan ég las Why Are You Doing This? Það er reyndar ekki svo langt síðan ég las þá bók, en það er bara betra. Maðurinn hefur gaman af því að sýna furðulega og átakanlega hluti á hversdagslegan hátt, og þarna fær maður að sjá hann skrifa um tímaflakk, nasista og leigumorðingjaparadís. En fyrir Jason er það alltsaman aukaatriði, nemahvað.

Æði.

Og næst er það Powers: Cosmic. Glarghbendisssllagghrlaghl.

-b.

1 ummæli:

hallurkarl sagði...

Hefur þú hugleitt decaf?