16 júlí 2007

,,Gagnverkandi átak og þrívíddar-vöðvaæfing"

Ég kom úr vinnunni klukkan rúmlega tólf, mæti aftur klukkan tíu og verð til tólf tólfið eftir. Og svona áfram út vikuna.

Eitt: Hvaða auladjobb er það að sigta út slefandi tilvitnanir í fanboj-gutta á kvikmyndir.is og setja þær í bíóauglýsingarnar?

Annað: Hvaða drasl er þetta í sjónvarpinu mínu? Út, hjómrusl! Hneppum því uppí höku og setjum andlitið svo djúpt í jörð.

Þriðja: Sápukúlur eru æði. Meiri sápukúlur í heiminn.

Fjórða: Það er auðveldara að vinna þegar maður veit hvar hlutirnir eru og hvað maður á að vera að gera. En um leið fær maður tilfinningu fyrir því að maður ætti að vera annarstaðar.

Fimmta: Ég á tvöhundruðkall. En ég á líka íbúð út mánuðinn, skóla í vetur og týnt vísakort.

Sjötta: Mér líður betur á meðan ég sé að Law & Order er í gangi í sjónvarpinu. Veröldin er þá að einhverju leyti einsog hún hefur verið hingaðtil.

Áttunda: Ég kláraði White Noise í gær og byrjaði á Libra í dag. Sú síðari er um Lee Harvey Oswald og ég er rétt kominn inní fyrsta kafla. Sú fyrri er stórskemmtileg. Hún er um dauðann. En hún er líka um Hitler versus Elvis, stórmarkaði fyrir lífið, njósnir og heimspólitík, sálarlíffræði, ofbeldi, bollaleggningar, hversdagslegar hörmungar og háalvarlegar björgunaræfingar. Poppkúltúr-menningarfræðin sem sumir þessir karakterar láta útúr sér er óborganleg, metingurinn í nostalgíu og bandarískum venjuleika gersamlega útí hött.. en alltsaman drepfyndið.

Gaurinn sem les hana er líka helvíti fær. Ég náði í Fight Club uppá djókið en komst ekki framúr fyrsta kaflanum, það var eitthvað hádramatískt tól að lesa hana. Eða kannske finnst mér Edward Norton hafa gert þetta uppá tíu þarna um árið.

Níunda: Gaurinn í vörutorgi þarf að redda sér yfirlesara.

-b.

3 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

White Noise er æði. Hún fékk mig til að hlæja upphát mörgum sinnum þar sem ég sat einn (alltaf einn) í ísbílnum mínum.
Upplesarinn fær líka hrós í hattinn frá mér.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

,,Her tiny piping voice bounced down to me from a hollow ball in geosynchronous orbit."

Björninn sagði...

Nákvó. Ég skellti uppúr oftar en einusinni, hjólandi eða inní búð eða hvar ég var. Og þar kom eini gallinn á hljóðbókshlustun fram, mig langaði að strika undir svo magt, skrifa í spássíur.

Og það er sami gaur sem les Libra, ég var helvíti sáttur að heyra það.