03 október 2006

'Terror's march backwards'

Ég hef verið að ýta The Day Today og BrassEye að fólki í rúm tvö ár, allt frá því að ég sótti pedófílíuþáttinn á netinu, gapti, og pantaði báðar þáttaraðirnar á DVD. Chris Morris er brjálæðingur (og líklega alger hálfviti), en hann er líka fyndnari en allt annað. Ég var að frétta-stömbla og vissi ekki alveg hvað ég var að lesa fyrren ég sá hver hafði skrifað það. Ég er ekki kominn í gegnum alltsaman og sumt af þessu er dálítið heimskt en gullmolar einsog þessi eru púra Morris:

November 12th: New figures reveal that the number of people who perished in the attacks on 11 September may be as low as three. Counsellors are on standby to help New Yorkers deal with the trauma of being more upset than they needed to be. Pressure mounts on Mayor Giuliani - already criticised for his insistence that Ground Zero be kept shrouded in smoke - after the dust cleared briefly last week to reveal that the South Tower was still standing. Psychologists say original estimates of 6,000 were probably much larger due to 'all kinds of shit'.


Ég er alltaf að vísa á drasl sem er kannske ekki svo merkilegt, en þetta er alger skylda.

Mér sýnist þetta vera eitt af fjórum stykkjum sem þessir tappar hafa gert um sama mál. Hérna er safn af tilvitnunum sem við höfum ekki heyrt áður, hér er.. eitthvað annað í sama dúr, og svo er hér útlistun á athöfnum forseta Bandaríkjanna þennan dag:
O906... Emergency conference in school office as aides explain appalling gravity of situation. Through closed doors President is heard screaming: 'Phone Al Gore and tell him he won.'

0907... He then orders 60 kilos of cocaine and shoots a White House dog for no reason.

O943... Pentagon attacked.

Þetta er kannske smekklaust en þetta er samt svo rétt og fjandinn hafi það Morris, Nathan Barley drap þig ekki alveg úr öllum æðum. Guði sé lof.

Viðbót: Já ég tók ekki eftir því fyrren núna rétt í þessu að þetta er skrifað um miðjan mars árið 2002. Þetta er fjögurra og hálfs árs gamalt. Fáum okkur að vera dálítið framarlega á merinni hérna.. Einsog Spiegelman segir í In the Shadow of No Towers þá var nánast enginn að segja neitt af viti um ellefta september fyrr en leið að næstu forsetakosningum, tæpum þremur árum seinna, en hvað þá að gera grín að öllu saman. Uppistandarar gerðu sitt besta reyndar; George Carlin og David Cross, meðal annarra, fóru að tala um þetta innan nokkurra vikna, en það kom ekkert í líkingu við þetta fram fyrren löngu seinna.

Fokk þetta er gott stöff.

-b.

5 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
[Davíð K. Gestsson] sagði...

Djís lúis!

Björninn sagði...

Hei hver var að eyða sjálfum sér? Varst þetta þú Davíð?

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Það var ég. Fyrra kommentið var án upphrópunarmerkis, sem mér fannst alls ekki passa. Þú veist...upp á 'úmpfið' í 'djís lúís-inu'.

Björninn sagði...

Já ókei ég skil. Ef ég hefði lesið þetta komment frá þér án upphrópunarmerkis þá hefði ég verið alveg hei hvað er í gangi hvað er Davíð að spá eiginlega?.

!