30 október 2006

Lýsið, húsverk og Sorkin

Nokkrir góðir punktar um The Shining. Önnur mynd sem ég þyrfti að tékka á aftur.
At the movie's center is Jack's typewriter and the chilling moment when Wendy discovers what his work consists of: ALL WORK AND NO PLAY MAKES JACK A DULL BOY typed thousands of times, as I hardly need to repeat. The most chilling of the suggestions the movie makes might be the idea that authorship, and maybe auteurship, are forms of psychosis. To desire to create and escape into one's one world is to risk succeeding to a sociopathic detachment. You get the sense here of an autocritique: after all, it's Kubrick who so clearly delights in the tiniest of details, like the little toy ax and American flag on the hotel manager's desk, and it's us who cheer him on. Among all filmmakers, the sense of a pure aesthetic, a fully controlled formal world, is never greater than with Kubrick. But it's just this impulse that The Shining suggests is murderous - and there's no real escape from this dream.


...

Hádegismaturinn á vínstofu Hvíts var mjög ánægjulegur. Smurbrauð og öl hittu á rétta rofann einsog skáldin sögðu. Í framhaldi af því fór ég niðrá folkeregister og spurðist fyrir um læknamál.. ég skráði mig hjá þeim fyrir lifandis löngu síðan og átti þá að velja lækni af gulum lista, en ákvað að gera það seinna þarsem ég hafði ekki hugmynd um hver þeirra, ef nokkur, væri í nágrenni við heimili mitt. Nú fór ég og tók númer, hún spurði mig um skilríki og ég rétti henni sjúkratryggingakortið sem ég hafði fengið í pósti í vikunni sem leið. Hún sýndi mér þá hvar nafn og heimilisfang læknisins míns stóð á þessu sama skírteini, skýrum stöfum. Ég tók aldrei eftir því.. sá bara nafnið mitt og danska kennitölu.

En hann er semsagt hérna rétt fyrir norðan. Panta tíma á morgun því ég þarf að fá blóðþrýstingslyfin mín.

Ég var svo sprækur þegar ég kom heim að ég ryksugaði, skúraði og setti í þvottavélar. Nú er því lokið öllusaman og tölvan búin að hala inn fimmta þætti af Dexter. Þriðja serían af The West Wing ætlar að taka tímann sinn, en undir lok annarar seríu er þátturinn kominn á flug fyrir alvöru. Byrjunin á þættinum ,,17 People", þarsem Toby er að púsla saman leyndarmálinu sem kemur til með að fleygja öllu í háaloft, er æðisleg. ,,Two nights later" - ,,Two nights after that" - ,,The next night" - ,,The next morning" - ,,That night". Og boltinn sem hann fleygir stanslaust í vegginn á meðan hann hugsar heldur taktinn einsog linnulaust bank á dyrnar til að komast að sannleikanum, brennandi forvitni manns sem finnur á sér að ekki er allt með felldu.

Þessir tímabilstitlar minnka líka smátt og smátt, rétt einsog Raza minnist á í tengslum við The Shining í greininni sem ég benti á ofar.. skemmtileg tilviljun. Og lágstemmd leið til að skapa spennu án þess að notast við örar klippingar eða háværa mússík.

..tónlistin er reyndar með því fáa sem ég sé að The West Wing. Þemað minnir á b-lista jólalag og það bregst ekki að þeir kjúi tilfinningaþrungna tóna þegar einhver ,,mælir Sannleikann." Þessar endalausu predikanir Hægri og Vinstri væru síður þreytandi ef ekki væri fyrir tónlistina að segja mér að taka mark á viðkomandi.

Og talandi um Sorkin þá er eitthvað að ske með Studio 60. enginn þáttur í gær og næsti ekki fyrren á þriðjudaginn síðasta, sem þýðir að þeir hafa breytt um sýningartíma. Tveir þættir á dagskránni einsog er, og þrjú handrit pöntuð aukalega, en engin trygging fyrir heilli þáttaröð.. En hann hefur jú verið ansi mistækur. Ég veit hreinlega ekki hvað mér fannst um síðasta þátt, og þó naut hann góðs af því að þurfa ekki að sýna fyndna sketsa á skáldaða sviðinu.

Já já. Sjónvarp sjónvarp.

Ég er annars ofsalega blankur þessa stundina. Ég á fimmtíu kall danskan í vasanum framá miðvikudag, en þá gerist Glitnir aftur vinur minn. Sem betur fer er nóg af mat í ísskápnum og núðlur í kassanum.

-b.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fimmtíukall ætti að vera nóg. Þú meira að segja hefur tækifæri til þess að margfalda hann í póker annaðkvöld. Og þó þú tapir, sem gerist þegar ég vinn, þá færðu penginn daginn eftir. Hljómar sem örlög þín, ekki satt?

-Ýmir

Nafnlaus sagði...

Smörrebröd. Það var þá.

BBC prime er að sýna þessa þáttaröð hér
http://www.imdb.com/title/tt0090424/

og hún er bara soldið spennó held ég.
Og þá er það komið fram.
hkh

Björninn sagði...

Hvílík örlög. En jú það virkar.

Takk fyrir það Hallur. Smörrebröðið var bara fínt þakka þér fyrir.. ég held að það hefði ekki virkað eins með glasi af mjólk eða könnu af gatorade, en ölið rímaði vel.