Í dag fékk ég að vita að besservisserinn í horninu í föstudagstímunum mínum er sagnfræðinemi.
En ekki hvað hugsaði ég. Og viti menn: honum var eitthvað uppsigað við póststrúktúralismann. Ég man ekki alveg hvað leiddi að því, annað en að við vorum að ræða ,,The Death of the Author" eftir Barthes (sem ég hefði haldið að allir væru búnir að koma útúr kerfi sínu þegar komið er inní masterinn, en hvað um það). Hann vildi meina að fyrst við værum að læra bókmenntafræði hlytum við að vilja líta á það sem vísindi, og að þessvegna ættum við ekki að velta því fyrir okkur hvað sé ánægjulegt við lestur eða þvíumlíkt. Ef okkur finnst efnið skemmtilegt þá sé það bónus, en.. og svo kom þessi lína:
Science is about putting things into boxes. Not about.. splitting the boxes.
Sem hlýtur að vera andlausasta sýn á bókmenntafræði og vísindi almennt, hver svo sem þau eru, sem ég hef nokkurntíman vitað. En þessi lína er ódauðleg í huga mér, einmitt sökum þess hversu litlausu og erki-pragmatísku sjónarmiði hún reynir að koma fram.
Halló herra vísindamaður!
-b.
4 ummæli:
Bjössi!
Mér sýnist í fljótu bragði að ástandið sé uggvænlegt!
Það er tvennt sem veldur: 1. gaur sem er að uppgötva OK Computer! 2. gaur sem er ekki búin að meðtaka póstsrúktúralismann!
Ég skal taka það að mér að myrða þann síðarnefnda þegar ég heimsækji þig. Við skulum samt hafa það síðasta daginn, þ.e. rétt áður en ég fer í loftið svona til öryggis.
-ingi
Hmm. Hljómar eins og skarpur gaur.
Hahaha! Ég var bara að bíða eftir þessu Gunnar! Engar áhyggjur samt, þú ert ekki á hitlistanum mínum. Enda ertu elskaður og dáður þrátt fyrir furðulegar skoðanir.
-ingi
Ég skal kynna ykkur Gunnar. Þ.e.a.s. ef þú nærð til hans áður en Ingi gerir það.
Og það sem við þurfum að gera fyrst og fremst er að finna leið til að framkvæma þetta morð á póststrúktúralískan hátt. Svona til að reka meininguna heim.
Skrifa ummæli