23 mars 2012

Orð stóðu

Við Nanna fórum á Orð skulu standa í gærkvöld, í Þjóðleikhússkjallaranum. Það var mjög gaman. Skemmtileg stemning, einn lítill, bjór, krossgátuþrautir og kveðskapur og svona.

Í byrjun kvöldsins gaf stjórnandinn fyrri part:

Elskulega kæra króna,
við komumst ekki af án þín.


Ég man ekki hvað keppendurnir gerðu við þetta nákvæmlega, annað en að Guðmundur og Valgeir áttu einn, kannske tvo góða botna hvor en stilltu sig þó ekki um að lesa færri en fimm á mann.

Hér er það sem ég barði saman:

Elskulega kæra króna,
við komumst ekki af án þín.
Þú klyfjabykkja kaldra dóna
– kóna sem að sárir góna
austur e ess bé til zóna –
en auðnast ekki evran fín.

Þetta fer í þar-þar-þarnæstu ljóðabókina mína: Vísur hvorki tækar né færar.

Engin ummæli: