11 júní 2009

Sumarkvöld á vakt

Ég hringdi í Ársafn og pantaði The Confusion, ég gerði það. Á að vísu tæpar 250 síður eftir í Odalisque en hva. Þá fæ ég hinn hnullunginn í hendurnar og það rekur mig í að klára þennan.

Er fólk búið að lesa Garðarshólma, annan hluta? Fínt stöff.

Horfði líka á slatta af Seinfeld í bakveikilegunni. Skoðun mín breytist lítið: þetta eru fínir þættir en engin snilld. Eða hvað, fara þeir í gírinn í 3. eða 4. þáttaröð? Ron Moore segist horfa á einn tvo þætti á dag.. Segir það okkur eitthvað?

Ef lífið er eldhús og verkefnin matreiðsla þá er MA ritgerðin á þessu stigi: Ég stilli öftustu helluna á vægan hita, læt vatn renna í temmilegan pott og fleygi hinu og þessu oní til að malla, fer svo að gera annað. Í kvöld, þegar törnin er búin, verður kominn vísir að soði. Vonandi.

Hættum að tala um hugsanlegt verkefni. Eða gerum það endilega. Valkvíði lífs míns. Lífs míns kvöl.

En ég segi eitt: Ég er hálffeginn því að þetta var tognun en ekki mjóbaksstingurinn gamli. Hann hefði allteins getað hangið í lengri tíma.. og nú fór ég á spítala og talaði við doktor, sem sagði að á meðan þetta leiddi ekki niður í lappir þá væri ég ekki með brjósklos. Það sama á við um stinginn. Hjúkk?

scribble, scribble, scribble, eh mr. Gibbon?

-b.

Engin ummæli: