20 ágúst 2007

,,My mind rejects the frequency.."

Ég er búinn að færa allt draslið mitt útúr íbúðinni hans Helga. Ég var þar í tæpar tíu vikur. Og ég veit að ég þarf að færa þetta allt aftur eitthvert annað, jafnvel í næstu viku. Bakið mitt grátbiður um vægð og skilur ekki hversvegna ég þykist ekkert heyra.

Rant eftir Palahniuk er ekki slæmt dót. Ég er kominn inní hana miðja og hún virkar mun betur á mig en það sem hann hefur gert undanfarið.

Ég er þreytti gaurinn. Vann slatta í þessum mánuði, gæti komið mér temmilega uppúr skuld um mánaðamótin næstu. Jei.

-b.

Engin ummæli: