26 september 2006

Á löppunum sagði ég

Studio 60 On the Sunset Strip er nýtt ylvolgt uppáhald.

Samkvæmt bestu upplýsingum var þriðju þáttur af The Wire sýndur í gær, en ég hef enn ekki fundið hann á.. ja, þessum hefðbundnu stöðum. Rétt einsog í síðustu viku. Þá skilaði hann sér á þriðjudegi, og ég vona að það sama verði uppi á teningnum á morgun.

Ég er búinn að vera hérna í Danmörku í mánuð og hef komist að því að lasagna og rauðvín er gott í matinn. Og líka að það er gaman að borða mismunandi bollur með allskonar áleggi á.

Annars er þetta bara svona. Maður vaknar með sólina oná löppunum, les í bók, tölvar, borðar, drekkur og er kátur. Svo fer maður að sofa. Sisona:

-b.

Engin ummæli: