17 ágúst 2006

Pláss og svona

Í gær fór ég hingað og pantaði mér box undir harða diskinn sem ég skrúfaði úr gamla lappanum, áður en hann fór í kassa og uppá háaloft. Hér er diskurinn:



Renndi síðan og sótti gaurinn í dag. Það var í herbergi á annarri hæð í húsi á landamærum Reykjavíkur og Kópavogs. Gaukurinn var í símanum þegar ég kom þangað, eitt skrifborð, lappi, prentari, posi og heftari og tölvudrasl útum allt. Mér fannst það soldið hjákátlegt, og á þess utan frekar slæma reynslu af svona tölvuþjónustugaurum sem reka skrifstofu útúr einu herbergi á annarri hæð.. en hann var mjög almennilegur. Sagði að þetta myndi örugglega allt passa, ég ætti ekki að lenda í neinum vandræðum en ef það kæmi eitthvað uppá þá skyldi ég bara hafa samband.

Ég fór með draslið heim og tók til við að púsla þessu saman. Það ætlaði sko ekki að ganga upp. Ég sneri þessu á allar hliðar og mátaði hingað og þangað en það virtist aldrei smella. Þá datt mér í hug að skrúfa þetta drasl af karlinum:



Og þá rann þetta saman einsog bjór og salsa. Alltíeinu er ég með 30 gígabæt af aukaplássi.. ekkert svakalegt, en það hjálpar. Það er líka bara eitthvað við það að nýta þetta sem maður á til finnst mér. Annars hefði þetta farið í ruslið með tölvunni. En þessi diskur er einmitt það nýjasta við hana, blessunina. Fjárfesti í honum þegar tölvan var þriggja ára, og fimmfaldaði þarmeð geymsluplássið. Upprunalegi diskurinn var 6 gig. Sem væri fyndið ef það væri ekki svona satt.

..eða er það fyndnara því það er svo satt?

Hér er allavega diskurinn einsog hann lítur út núna.



-b.

Engin ummæli: