01 júlí 2006

Hver er þessi Ryan?

Geoff Klock hefur spilað dálítinn Snake á Nokiann sinn:

I think the game shows a great sense of Gnostic fatalism. The snake is constantly in motion, unable to stop or even slow down. There are only three options: the snake can crash into the walls or itself (Game Over); it can perpetually avoid the apple (playing while avoiding racking up any points); or it can grab the apple only to have another and another instantly appear (the game proper). The first is choosing death. The second Lacan would call the drive avoiding the lure of the object-cause of desire: basically asceticism. The third is what Lacan would identify as the metonymic structure of desire, basically the fact that we never want something, but always something else.

Svona á að lit-blóka.

Annars á margt af þessu við um aðra tölvuleiki.. endaleysið og aukin hætta við hvert skref áfram. Það merkilegasta við Snákinn er að hann er sá eini sem er inní kassanum, og er hættulegur sjálfum sér. Sinn eigin óvinur. Það virðist sem einhver utan kassans hafi áhrif - eplin birtast úr þurru lofti - en það eru aldrei neinar gildrur eða þessháttar. Það eina sem sett er fyrir gaurinn eru frekari freistingar.

En ég ætla ekki að blaðra um Snake. Það er bara heimskt. Ha!

...

Við Ýmir og Davíð gláptum á myndina Code 46 um daginn. Fín mynd. Davíð minntist á hana um daginn á Vitleysingum, eða píkuna sem maður sér í henni öllu heldur.. En þetta er skemmtileg mynd því þetta er saga um tvær manneskjur sem gera uppreisn gegn útópísku alvaldi, en þetta alvald, ,,Sfinxinn", er ekki sett fram í slæmu ljósi. Slagorðið virðist vera ,,The Sphinx knows best", og það kemur í ljós oftar en einu sinni að þær reglur og takmarkanir sem valdið setur eru hlutaðkomandi fyrir bestu.

Takmark aðalpersónanna, og það sem kerfið reynir að hindra þau í að framkvæma, er ekki einhverskonar pólitísk uppreisn gegn harðstjórum eða frelsun upplýsinga eða þessháttar, heldur.. ja, sifjaspell. Blóðskömm. - Í gegnum nýmóðins leiðir sem hljótast af klónun og fjöldaframleiðslu manneskja, að sjálfsögðu. 'Frelsið til að haga sér óskynsamlega', sem hefur verið skoðað allnokkrum sinnum í misgóðum dystópíum, er komið á frekar grátt svæði þarna.

Og hún er líka bara flott. Öll þessi framtíð er sett fram á látlausan og náttúrulegan hátt. Hún fær mitt ókei.

-b.

Engin ummæli: