20 apríl 2006

Áburður kennsla

Þeir sem kunna sinn Aristóteles ættu að kannast við mismunandi gerðir kennsla, en hann greinir sex tegundir kennsla í Um Skáldskaparlistina.. Þegar Ódysseifur heyrir tiltekið lag (sem greindi frá stríðinu eða félögum hans sem féllu, minnir mig) brestur hann í grát og veislugestir bera þannig kennsl á hann. Þetta eru ekki samskonar kennsl og tildæmis þegar Svarthöfði segir Loga að hann sé faðir hans, en þar er höfundur einn að verki; sagan krafðist þess ekki þar og þá.

Eða svo myndi Ari líta á málið. Hefði hann séð The Empire Strikes Back.

Annað sem er mismunandi í þessum tveimur dæmum er að í því seinna er verið að ljóstra einhverju upp fyrir áhorfendum líka. Þeir voru alveg jafn grunlausir og Logi. En Ari er að tala um tragedíur síns tíma, þarsem svoleiðis var ekki til siðs.* Það væri því vel hægt að velta upp mismunandi tegundum kennsla þarsem verið er að ljóstra upp einhverju fyrir áhorfendur. Ari gaf þessum kennslum sínum ekki nöfn, að mér sýnist af þessari þýðingu, en ég ætla að kalla þessa hér hei-gaurinn-sem-lék kennsl: Þegar áhorfendur þekkja semi-frægan leikara í því sem virðist vera örlítið hlutverk, og bera samstundis kennsl á hann sem morðingjann. Eða þjófinn eða flóttamanninn eða bara einhverskonar antagónista.

Í ekki algerlega ótengdum fréttum þá er ég að horfa á fyrsta þátt af ,,Thief", sem er með jafnvel styttri titilsenu en ,,The Unit".

-b.

*Ég er reyndar ekki 100prósent á þessu. Það er sem mig rámi í svipað tilfelli í gamanleik eftir Plautus, en Ari setur gamanleikina í annan flokk, auk þess sem Plautus er fæddur 100 árum eftir að Ari deyr.

Engin ummæli: