Bækur
Ég sé að ég hef lesið nokkrar virkilega góðar bækur á árinu. Það gerist ekki alltaf. Þá síður að ég lesi glænýja bók sem hrífur mig með sér; oftast tékka ég á lofuðum bókum nokkrum árum eftir útgáfu, eða þá í íslenskri þýðingu. En semsagt:
Atómstöðin eftir Nóbelskáldið
No Country For Old Men eftir Cormac McCarthy
Lincoln in the Bardo eftir George Saunders
The Crimson Petal and the White eftir Michel Faber
Reykjavík.. er kannske frekar svona bæklingur, ætlaður til upplýsingar. En hún er óskaplega skemmtileg ef maður hefur á annað borð einhvern áhuga á bænum sem var fyrir þessum 117 árum. Hún er göngutúr um göturnar, með athugasemdum um ábúendur og aðra, sögur í kring, samfélagið og einkum og sér í lagi brot af því sem Benedikt hafði á hornum sér -- sem var ansi margt.
Atómstöðin er pólitísk skáldsaga af öllum þunga. Samt er hún svo létt! Ég renndi aðeins yfir það sem hefur verið skrifað um hana, þar á meðal hvernig sagan þróaðist í handriti, en hún var þó kannske fljótunnin miðað við margt annað. Mér þótti athyglisvert hvernig hún á að hafa þynnst í uppköstum, ádeilan orðið minna blátt áfram og kapítalistinn mannlegri. Og það er gaman að bera hana saman við það hvernig HKL talaði opinberlega um herstöðvarmálið, utan prósa eða þannig. Bókin er betri fyrir vikið, held ég að hljóti að vera, án þess að hann gefi nokkurn afslátt af því sem hún fjallar um. Hún er eiginlega stórkostleg. Og alveg einsog þegar ég sat hérna síðast og reyndi að útskýra hvernig ég ætlaði að mæla með Gerplu, sem kom út fyrir milljón árum og hefur verið dásömuð af betra fólki en mér, þá er ég sami jólasveinninn á bókasafninu nú: treystu hæpinu, þetta er betra en allt hitt.
Og No Country For Old Men er að einhverju leyti í þeim pakka líka. Eitthvað svo algerlega sérstakt en fullkomlega.. rökrétt? eðlileg? framsetning á því sem hún hefur að segja. Og allir mæla með Blood Meridian og ég hef ennþá ekki kíkt á hana.
Lincoln in the Bardo er svo aftur glænýtt hæp, ég las sýnishorn á kindlinum fyrr í ár en hún fangaði mig ekki þá. Brotið var ekki nema hluti af fyrsta kaflanum ef ég man rétt? Sem gefur í raun enga mynd af bókinni. En hún féll í hendurnar á mér á safninu og mér fannst hún æðisleg. Sonur Abrahams Lincolns deyr og er grafinn, sagan er sögð af öðru dánu fólki í sama kirkjugarði, í bland við beinar tilvitnanir úr samtímaheimildum.
The Crimson Petal and the White byrjaði ég að lesa fyrir einhverju síðan, mögulega 2016? Ég datt út eftir tæpar 100 síður en byrjaði aftur í vor og brenndi þá í gegnum hana. Þetta er mikill doðrantur, pakkfull af hugmyndum, hatri og húmor. Það er þessi stæling á hinum alvitra viktoríanska sögumanni sem ég hef tekið eftir að mér finnst oft skemmtileg -- The Map of Time, Jonathan Strange til dæmis. En þessi rödd grundvallar íróníska sögu um vændi, stéttskiptingu, feðraveldið, fjölskyldu og uppeldi, trú og trúleysi osfrv., með sterkum persónum og bara spennandi sögu. Það er allt hérna. Hvað viltu meira! Ha!
Sú bók sem ég eyddi lengstum tíma með á árinu var sennilega The Rise and Fall of D.O.D.O. eftir Stephenson og Galland, en hún var svo hreinlega ekki þess virði, þegar allt kom til alls. Til að vera næs og kammó gaur myndi ég segja að hún hafi hreinlega ekki verið tilbúin. Næst í röðinni var sú ekki-alveg-eins-langa-en-þó-nokkuð-langa The 7th Function of Language eftir Laurent Binet, sem var sömuleiðis ekki alveg nógu sannfærandi. Trosnuð á jöðrunum, sem sannarlega eru til staðar, ekkert rísóm hér hei.
Myndasögur
Sex Criminals vol. 3: Three the Hard Way eftir Fraction og ZdarskyStrong Female Protagonist eftir Brennan Lee Mulligan
Casanova vol 3: Avaritia eftir Fraction, Bá og Moon
Nameless eftir Morrison og Burnham
Don Rosa Library vol. 3 (Treasure Under Glass) og 6 (The Universal Solvent) eftir Don Rosa
Ég man ekkert óskaplega mikið eftir þessum bókum? Það eru sennilega nokkrar ástæður fyrir því. Sex Criminals bókin er áframhaldandi saga, ég man ekki nákvæmlega hvað var í þriðju bókinni versus þeirri númer tvö, en allt heila klabbið fram til þessa er afskaplega skemmtilegt dót. Ég væri til í að fá meira af Fraction í stuði, kíkti líka á Ody-c en tengdi ekki við hana.
SFP er indí útgáfa ef ég man rétt, allavega í þeim ham. Hún er á mörkum þess að vera new wave ofurhetjusaga og svo aftur frekar næm uppvaxtarsaga. Engar klisjur, ekkert uppskrúfað drama, en að sama skapi engin óþörf ofurhetjuslagsmál til að "halda dampi" eða svoleiðis. Bara mjög solid saga, virkilega fín bók.
Ég komst loksins í þriðju Casanova bókina, las aðra bókina aftur strax á undan og hafði mjög gaman af. Þetta er Image útgáfa ef ég man rétt? Frá Image til Icon og aftur til baka.. Fraction lýsir þessu í aftanmálsgreinum við aftanmálsgreinarnar. Það er svakalega mikið lesefni sem fylgir bókunum, og sagan er þétt. En það er ekkert annað í líkingu við Casanova, og það á eins vel við þriðju bókina og þær fyrri.
Nameless er einhverskonar vökudraumur á prenti, ofskynjun í myndasöguramma, samkvæmt einhverri skilgreiningu leiðsla. Hún endar ekki, hún bara hættir nokkrum sinnum, tekur upp þráðinn annarstaðar eða í annarri veröld, og svo hættir hún loks fyrir alvöru, en það er varla hægt að segja að neinum söguþræði sé slúttað, eða að persónurnar fari úr einum stað í annan. Það skiptir samt ekki nokkru máli, sem draumur þá er þetta falleg, grípandi, hrollvekjandi bók. Gaman að sjá Morrison gera eitthvað annað en krúsídúllur í korporat ofurhetjusamfelldni.
Og Don Rosa sögurnar eru bara æði. Ég las þessar á árinu því nr. 4 og 5 voru ekki komnar á safnið, ég held það séu bækurnar sem hafa komið í íslenskri þýðingu, um uppvaxtarár Jóakims. Sögurnar eru ekki allar frábærar en hann setur frámunalega háan standard fyrir Andrésar Andar-sögur.
Hlaðvarp
Hollywood Handbook er enn á toppnum. Fyndnasta hlaðvarpið, einmitt vegna þess að það er algerlega sitt eigið þíng, og ég get með engu móti bent á einn ákveðinn þátt og sagt: hana, hér er snilldin í prófíl, sestu og hlustaðu. Þeir eru bara búnir að vera að byggja sína kanónu statt og stöðugt frá upphafi.The West Wing Weekly er með góða umfjöllun um hvern þátt, spennandi gesti og stöðugt nýja fleti í umfjöllun. Það sem West Wing var fyrir hefðbundið sjónvarp er TWWW fyrir hlaðvarp um sjónvarp, meikar það sens?
Kurt Vonneguys minntist ég á fyrir ári síðan og þeir eru enn góðir. Þessir þættir fengu mig til að fylgjast með Michael Swaim, sem er einn þeirra sem hvarf frá Cracked á árinu en hann stofnaði sitt eigið hlaðvarps-þing, Small Beans, og ég gerðist áskrifandi í kjölfarið. Fókusinn er frekar þröngur hérna, það er bara talað um eina Kurt Vonnegut bók í hverjum þætti, og þeir sem fjalla um þær eru miklir aðdáendur, hafa mikinn áhuga á að rýna í bækurnar, en eru ekki blindir á það sem KV gerir illa.
I Only Listen to the Mountain Goats, þar er fókusinn ennþá þrengri: Í hverjum þætti er fjallað um eitt lag af plötunni All Hail West Texas með The Mountain Goats. Hugmyndin er að í seinni þáttaröðum verði vikið að öðrum plötum. Stjórnandinn tekur viðtal við John Darnielle, söngvara og lagahöfund, lagið er spilað, svo er viðtal við annan tónlistarmann eða band, sem hefur gert nýtt kóver af téðu lagi, og í lokin er kóverið spilað. Þetta er rennslið, og það er alltaf skemmtilegt, nýir fletir á lögunum og ekki síður þegar maður heyrir aðra spreyta sig á þeim.
Doughboys voru hæpaðir nokkuð lengi á fanatískri hlaðvarps aðdáendagrúppu á fb og ég bægði því frá mér vegna þess að hugmyndin er eiginlega frekar leim: Tveir gaurar í Kaliforníu heimsækja skyndibitastaði og gefa þeim einkunn. En þessir gaurar eru óskaplega kvikir og spila vel saman, og nota þennan útgangspunkt til þess að búa til hálfbjánalegar en skemmtilegar samræður um allt og ekkert. Og þeir fá oft fína gesti með sér.
The Daily Zeitgeist er þáttur sem Jack O'Brien, fyrrverandi ritstjóri Cracked og sá sem rak hlaðvarpið þeirra, kom á laggirnar á árinu. Þeir Miles Grey plús gestur fjalla um fréttir líðandi stundar, gera það skemmtilega. Þættirnir koma út fimm sinnum í viku og stundum oftar, sem þýðir að þetta er ekki must-listen. Ef maður missir af þætti þá er annar þegar kominn, og sá gamli bókstaflega old news. En þetta er mjög solid annars-sætis þáttur, til að fara í ef það er tildæmis mánudagur og ekkert nýtt komið enn.
Kvikmyndir
Inside Out
Get Out
Horfði ég á aðra kvikmynd á árinu? Það hlýtur eiginlega að vera. Kannske ég láti þetta nægja til þess að eyðileggja ekki hvernig listinn rímar hálfpartinn.
Inside Out horfðum við á saman, fjölskyldan, á Þorláksmessu. Í íslenskri þýðingu. Strákurinn þreyttist og við hættum í miðri mynd. Á aðfangadagsmorgunn vöknuðum við feðgar og héldum áfram að horfa, hann missti áhugann eftir smá stund og fór að gera annað en ég sat fastur við skjáinn, fyrst hálfskælandi og svo bara skælandi. Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu en vel gert Pixar.
Get Out bjóst ég við að væri hálfpartinn gamanmynd en hún er það ekki. Hún er heldur ekki sæfæ þósvo plottið byggi að einhverju leyti á aðgerð eða vélbúnaði sem er annars óhugsandi. Heldur ekki hryllingsmynd, eða hvað? Maður ætti bara að sjá hana. Hún er nokkuð stuðandi, sterk. Mér skilst það sé til annar endir sem ég þarf að tékka á einhverntíma, vegna þess að hún neglir ekki alveg punktinn í lokin finnst mér.
Get Out
Horfði ég á aðra kvikmynd á árinu? Það hlýtur eiginlega að vera. Kannske ég láti þetta nægja til þess að eyðileggja ekki hvernig listinn rímar hálfpartinn.
Inside Out horfðum við á saman, fjölskyldan, á Þorláksmessu. Í íslenskri þýðingu. Strákurinn þreyttist og við hættum í miðri mynd. Á aðfangadagsmorgunn vöknuðum við feðgar og héldum áfram að horfa, hann missti áhugann eftir smá stund og fór að gera annað en ég sat fastur við skjáinn, fyrst hálfskælandi og svo bara skælandi. Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu en vel gert Pixar.
Get Out bjóst ég við að væri hálfpartinn gamanmynd en hún er það ekki. Hún er heldur ekki sæfæ þósvo plottið byggi að einhverju leyti á aðgerð eða vélbúnaði sem er annars óhugsandi. Heldur ekki hryllingsmynd, eða hvað? Maður ætti bara að sjá hana. Hún er nokkuð stuðandi, sterk. Mér skilst það sé til annar endir sem ég þarf að tékka á einhverntíma, vegna þess að hún neglir ekki alveg punktinn í lokin finnst mér.
Sjónvarp
The Handmaid's Tale er virkilega flott sjónvarp, óþægilegt, deprímerandi og röff.
The Americans undirbýr lendingu og það finnst alveg, en þetta eru ennþá sömu þættirnir, það er ekkert annað af þessum kalíber sem ég veit. (NOTA BENE: ég fylgist illa með.)
Rick & Morty eru ennþá fyndnir. Minna nota bene: ég hef ekki enn klárað þriðju þáttaröð.
Þættirnir sem mér leiddust á árinu voru Game of Thrones, sem í einu vetfangi hættu að drolla og hættu um leið að meika nokkurt sens í dramatík og persónusköpun. Allt í einu varð þetta bara að öllu hinu sjónvarpinu. Og Sherlock, sem ákvað í fjórðu þáttaröð að vera bara ofboðslega heimskt stöff. Ofboðslega heimskt.
Á hinn bóginn sá ég þessi ósköp af Elementary, þar sem Nanna horfði á það allt í gegn og ég fylgdist með af og á. Miklir formúluþættir en oft skemmtilegir. Snöggtum betra að gera by-the-numbers ráðgátuþætti en að frussa upp einhverju kjaftæði og þykjast vera eitthvað með því einsog Sherlock. Arg!
Þættir sem ég hef ekki haldið áfram með á árinu eru Bojack Horseman. Fleiri?
Þættirnir sem mér leiddust á árinu voru Game of Thrones, sem í einu vetfangi hættu að drolla og hættu um leið að meika nokkurt sens í dramatík og persónusköpun. Allt í einu varð þetta bara að öllu hinu sjónvarpinu. Og Sherlock, sem ákvað í fjórðu þáttaröð að vera bara ofboðslega heimskt stöff. Ofboðslega heimskt.
Á hinn bóginn sá ég þessi ósköp af Elementary, þar sem Nanna horfði á það allt í gegn og ég fylgdist með af og á. Miklir formúluþættir en oft skemmtilegir. Snöggtum betra að gera by-the-numbers ráðgátuþætti en að frussa upp einhverju kjaftæði og þykjast vera eitthvað með því einsog Sherlock. Arg!
Þættir sem ég hef ekki haldið áfram með á árinu eru Bojack Horseman. Fleiri?
Tónlist
Nú fer ég eiginlega bara eftir því sem ég hlustaði mest á á árinu, af nýrri tónlist (fyrir mér).
Run the Jewels 3 var í nokkuð heví spilun um tíma, slagur í þessu. Ég fór í fyrri plöturnar líka en var ekki eins hrifinn.
Lost in Space með Aimee Mann var vistuð inná símann í Berlínarferðinni í vor. Ef ég man rétt kom The Moth upp í einhverjum discover playlista og ég festist í plötunni einsog.. já! Einsog mölfluga. Einsog mölfluga í.. fataskáp? Segjum það. Berlín og Lost in Space eru þar af leiðandi eitt og hið sama í mínum huga, sem er ekki slæmt. Það er böns af frábærum lögum á plötunni en hún er líka gott ferðalag í sjálfri sér. Þessi hrifning mín hefur ekki þýðst yfir á annað eftir Mann, en sjáum til.
Transcendental Youth með The Mountain Goats er þá þriðja platan sem ég dett oní með þessari sveit, á eftir All Hail West Texas og The Sunset Tree. Aftur spotify-lógík: ég held að fyrsta lag plötunnar hafi verið í TMG playlista sem spilaðist sjálfkrafa eftir að Sunset Tree lauk í eitthvert skiptið. Ég hafði reynt við þessa plötu áður en þá hljómaði hún einsog eitthvað algerlega útaf korti. Nú kveikti ég á einhverju og hlustaði síðan á þessa plötu í gegn aftur og aftur og aftur. Það eru svo mörg góð lög á henni, þau eru öll sér á parti en samt er heildin svo sannfærandi.. Mér líður einsog ég sé gaurinn sem var að uppgötva tónlist og fer á milli vina sinna og segir hefurðu heyrt þetta dót, þessa tónlist? fólk spilar á hljóðfæri og syngur, það er rosa næs. Þá er ég bara hann. Þessi plata er dásamleg. Krókarnir sem maðurinn kann að búa til, ég hreinlega skil það ekki.
Run the Jewels 3 var í nokkuð heví spilun um tíma, slagur í þessu. Ég fór í fyrri plöturnar líka en var ekki eins hrifinn.
Lost in Space með Aimee Mann var vistuð inná símann í Berlínarferðinni í vor. Ef ég man rétt kom The Moth upp í einhverjum discover playlista og ég festist í plötunni einsog.. já! Einsog mölfluga. Einsog mölfluga í.. fataskáp? Segjum það. Berlín og Lost in Space eru þar af leiðandi eitt og hið sama í mínum huga, sem er ekki slæmt. Það er böns af frábærum lögum á plötunni en hún er líka gott ferðalag í sjálfri sér. Þessi hrifning mín hefur ekki þýðst yfir á annað eftir Mann, en sjáum til.
Transcendental Youth með The Mountain Goats er þá þriðja platan sem ég dett oní með þessari sveit, á eftir All Hail West Texas og The Sunset Tree. Aftur spotify-lógík: ég held að fyrsta lag plötunnar hafi verið í TMG playlista sem spilaðist sjálfkrafa eftir að Sunset Tree lauk í eitthvert skiptið. Ég hafði reynt við þessa plötu áður en þá hljómaði hún einsog eitthvað algerlega útaf korti. Nú kveikti ég á einhverju og hlustaði síðan á þessa plötu í gegn aftur og aftur og aftur. Það eru svo mörg góð lög á henni, þau eru öll sér á parti en samt er heildin svo sannfærandi.. Mér líður einsog ég sé gaurinn sem var að uppgötva tónlist og fer á milli vina sinna og segir hefurðu heyrt þetta dót, þessa tónlist? fólk spilar á hljóðfæri og syngur, það er rosa næs. Þá er ég bara hann. Þessi plata er dásamleg. Krókarnir sem maðurinn kann að búa til, ég hreinlega skil það ekki.
Bjór
Febrúar/mars bjórfestivalið á Kex var betra en nokkrusinni fyrr. Á topp fimm lista þessa árs voru þrír á krana þar: Lorelei og Noa Pecan Mud Cake Stout frá Omnipollo, og Kindred Spirits Lactose IPA frá Alefarm. Kom sosum ekki á óvart að þessir tveir myndu vera ofarlega á lista, en það var meira en að segja það að standa útúr í þessum pakkaða sal, því það komu allir með bombur. IIPA á IIPA ofan, RISar í kringum RISa, þetta var dásamlegt. Fyrir utan bjórinn var vel að öllu staðið á festivalinu í þetta sinn, ég er bókaður á næsta.Það var annað festival í ár, Maine Beer Box Festival niðri við höfn, hjá Eimskipum. Það var bæði ekki eins vel skipulagt og ekki jafn hlaðið æðislegum bjór. Það var utandyra og veðrið þokkalegt, svo það var ákveðinn plús. En raðirnar voru laaaaaangar og mikið af bjórnum þokkalegasta stöff, sem væri örugglega gott að súpa í hálfslítravís en frekar underwhelming í smakk-glasi. Mér var og meinað að koma með töskuna mína inná svæðið, án frekari útskýringa, sem er vitaskuld leim sem eff. Bjórinn sem stóð uppúr var 5,5% stout, Gunner's Daughter frá Mast Landing Brewing.
Ég reyndi slatta af bjór í Berlín, skrifaði um það hér. Margt gott en ekkert sem ratar á árslista.. Nema ef vera skyldi fyrir virkilega gott barleywine, L'Ensemble di Montalcino frá Brouwerij De Dochter van de Korenaar. Ég segi það ekki til að vísa fólki á, og varla til að minna sjálfan mig á það, bara til að nefna barleywine sem mér þótti virkilega gott, það gerist sjaldan.
Af íslenskum bjórum held ég að Surturinn hafi staðið uppúr. Og Garún Garún 19,2. Mögulega Dirty Julie frá Brothers Brewery?
Seint í sumar eða haust gaf festingin á ísskápshurðinni sig, svo við keyptum nýjan. Tæmdum gamla og bárum niðrí geymslu, þar sem ég kom honum fyrir við hliðina á gerjunarskápnum. Svo fyllti ég hann af bjór. (Hurðin hangir á aukafestingu, og svo þarf ég ekki að nota geymsluhólfin á sjálfri hurðinni.) Nú er svo komið að þessi skápur er að fyllast af bjórnum sem ég hef keypt uppá síðkastið og ekki drukkið. Sem er lúxusvandamál, en þannig er staðan þessa stundina.
Ég lagði í eitt einasta skipti, það var í lok sumars. Mér þykir það alltaf gaman. En ég hef að því er virðist lítinn tíma til að taka frá fyrir þetta. Ég á amk. nokkrar flöskur af bjór núna og þarf ekki að kaupa dósir af einföldum ef vantar í töskuna.. En ég pantaði líka og greiddi staðfestingu fyrir Robobrew græju, en afhending á þeim hefur tafist og tafist og tafist. Ég held þær eigi að koma um miðjan febrúar? Það er spennandi, punktur fyrir 2018.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli