BÆKUR
Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso - Grimm, næm og skorinort.
Saga, vol. 3 eftir Brian K. Vaughan og Fiona Staples - Hrikalega falleg.
HHhH eftir Laurent Binet - Ég skrifaði pistil í sumar um þessa sögu, þó hann hafi minnst fjallað um söguna. Það er sennilega við hæfi, þarsem sagan fjallar helst um sögu þess að rita söguna. Ég var að reyna að ansa því í fyrsta lagi hvers vegna maður á þessum aldri vill skrifa skáldsögu um efni sem hefur þegar verið rannsakað í þaula og þegar orðið efni í þrjár, fjórar skáldsögur og eina kvikmynd ef ég man rétt? Og í öðru lagi hvers vegna honum tekst það að því marki að ég hef áhuga á að lesa bókina.
Einfaldasta svarið við seinni spurningunni er það að ef höfundurinn hefur á annað borð ástríðu fyrir því sem hann er að skrifa um, þá verður útkoman sennilega áhugaverð. En það svarar ekki fyrri spurningunni. Ég held að þetta sé allt vafið saman í hnykil sem hefur að gera með fjarlægð frá efninu. Seinna stríð er jafn fjarlægt mér og Binet. Ég veit það og hann veit það, og hann veit að ég veit það. Sjálfsagan er eina heiðarlega nálgunin, það eina sem gengur upp. Og hún gengur upp.
Northlanders eftir Brian Wood og ýmsa teiknara - Víkingamyndasagan. Ég skoðaði þetta loks í ár. Þetta eru margar sögur, stuttar og langar og tengjast nánast aldrei innbyrðis. Hann finnur þeim stað hér og þar við norðurhöfin og á sirka tvö hundruð ára reiki. Engin af sögunum er ónýt en enginn er kannske sérstaklega eftirtektarverð heldur? Þetta er bara mjög solid stöff.
Spennustöðin: stílabók eftir Hermann Stefánsson - Þetta er stutt bók um það að missa föður sinn og minnast hans. Og minnast þess að hafa verið annar en maður er, barn í húsi afa og ömmu, og hvernig staður og tími eru ennþá til staðar jafnvel þó hvortveggja sé horfið. Það er eitthvað einmanalegt við það að atvik, staðir og fólk séu hvergi lengur til nema í höfðinu á manni, en um leið skipta þau kannske hvergi annarstaðar meira máli. Er ég að blanda sjálfum mér inní þetta?
Spennustöðin gæti verið hin hliðin á Ugluturni, sem kom út í hittifyrra. Fyrir mig virkar hún einsog úrvinnsla, með nokkurri fjarlægð, á áfalli, en sú síðarnefnda lýsir áhrifum áfalls einsog í leiðslu þar sem kunnuglegur staður og tími brenglast. Eða kannske eru þær alls óskyldar.
Lost Cat eftir Jason - Hann er ekki að finna upp hjólið, eða einusinni sinn snúning á hjólinu. Ást, þráhyggja, ráðgáta, gumshoe nagli sem er samt eitthvað annað, sæfæ og dýr sem eru menn sem eiga dýr. Maður þekkir orðið til hans en Jason nær alltaf að húkka mig.
Þarna er eitt íslenskt skáldverk, og það mjög stutt, og kannske á mörkum þess að heita skáldverk. Ég las nokkrar íslenskar skáldsögur sem komu út á árinu: Kata, Segulskekkja, Drón, Já. Engin hreyfði við mér einsog þær sem ég hef þegar nefnt.
Þá las ég The Golem and the Jinni og The Goldfinch, sem hafa nokkuð verið lofaðar. Þær eiga báðar þokkalega spretti en sú fyrri gengur alls ekki nógu langt með allt það sem hún hefur í höndunum, og sú seinni inniheldur eiginlega ekkert annað en sögumann, sem er ekki sérlega spennandi týpa.
Og ég hlustaði aftur á Cryptonomicon. Þetta hefur sennilega verið í fimmta skiptið sem ég fer í gegnum bókina, í þetta sinn fór frjálshyggjurómantíkin aðeins í taugarnar á mér en það er einhvernveginn ekki hægt að hnýta í þennan massa. Bókin bara er. Hún rífur mann með sér.
SJÓNVARP
True Detective - Lögguþáttur ársins
Helvíti tókst þetta vel! Meira að segja þó endirinn væri ekki alveg það sem vantaði, þá var Alan Moore-línan bara frekar passleg. Spúkí, annars heims, stórt svið og stór saga, þetta gekk bara upp.
Girls - Drama ársins
Þetta er svo ógeðslega gott sjónvarp. Þættirnir eru óhikandi, ófyrirsjáanlegir, allskonar fyndnir og mannlegir einsog svöðusár. Sennilega það besta af þessu öllu saman.
Game of Thrones - Fantasía ársins
Þættirnir splundrast alltaf meira og meira. Ég hafði sennilega ekki eins gaman af þessari þáttaröð einsog ef ég hefði ekki vitað fyrirfram hvað myndi gerast. Ekki að ég setti mig upp á móti því hvernig þeir aðlöguðu alltsaman, endalokin á þriðju bókinni eru bara svo mikið dúndur.. Og þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins uppá suma þættina þá er þetta samt alltaf gott stöff.
Sherlock - Breski þáttur ársins
var pínu off núna, en svipað og með GOT þá er hann langtum betra en megnið af hinu. Í þetta skiptið var annar þátturinn ekki verstur! Og endalokin hálf-æðisleg, hálf-hvaðnú?
Mad Men - Standard ársins
eru ennþá Mad Men.
Af þessu var True Detective góð fyrsta þáttaröð (eða bara góð mínísería, sennilega betra að hugsa það þannig) og Girls betri en áður. GOT, Sherlock og MM döluðu aðeins en héldu samt velli.
Ég var ekkert mikið í því að skoða nýtt sjónvarp. Það litla sem ég reyndi kveikti ekki svo í mér.
Helvíti tókst þetta vel! Meira að segja þó endirinn væri ekki alveg það sem vantaði, þá var Alan Moore-línan bara frekar passleg. Spúkí, annars heims, stórt svið og stór saga, þetta gekk bara upp.
Girls - Drama ársins
Þetta er svo ógeðslega gott sjónvarp. Þættirnir eru óhikandi, ófyrirsjáanlegir, allskonar fyndnir og mannlegir einsog svöðusár. Sennilega það besta af þessu öllu saman.
Game of Thrones - Fantasía ársins
Þættirnir splundrast alltaf meira og meira. Ég hafði sennilega ekki eins gaman af þessari þáttaröð einsog ef ég hefði ekki vitað fyrirfram hvað myndi gerast. Ekki að ég setti mig upp á móti því hvernig þeir aðlöguðu alltsaman, endalokin á þriðju bókinni eru bara svo mikið dúndur.. Og þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins uppá suma þættina þá er þetta samt alltaf gott stöff.
Sherlock - Breski þáttur ársins
var pínu off núna, en svipað og með GOT þá er hann langtum betra en megnið af hinu. Í þetta skiptið var annar þátturinn ekki verstur! Og endalokin hálf-æðisleg, hálf-hvaðnú?
Mad Men - Standard ársins
eru ennþá Mad Men.
Af þessu var True Detective góð fyrsta þáttaröð (eða bara góð mínísería, sennilega betra að hugsa það þannig) og Girls betri en áður. GOT, Sherlock og MM döluðu aðeins en héldu samt velli.
Ég var ekkert mikið í því að skoða nýtt sjónvarp. Það litla sem ég reyndi kveikti ekki svo í mér.
KVIKMYNDIR
Somm
Fjórir vínþjónar eru að undirbúa sig fyrir meistarapróf. Þeim er fylgt eftir síðustu mánuðina fyrir prófið, við sjáum viðtöl við þá og fólkið í kringum þá, sem og kennarana/dómarana þeirra. Ég tengi hugsanlega betur við þetta en ella vegna þess að ég snobba sífellt meira fyrir bjór. Ef maður hefur engan áhuga á því sem gerist oní glasi þá er sennilega erfitt að hafa samúð með þessari píslargöngu gauranna. (Já, þetta eru allt karlar.) En mér þótti myndin sérstaklega skemmtileg fyrir það hvernig hún sýnir þá algerlega á kafi í þessum vínheimi. Það snýst bókstaflega allt um vín og meðhöndlun á því, og síðustu dagana fyrir prófið þá eru vínflöskur allstaðar.
Fjórir vínþjónar eru að undirbúa sig fyrir meistarapróf. Þeim er fylgt eftir síðustu mánuðina fyrir prófið, við sjáum viðtöl við þá og fólkið í kringum þá, sem og kennarana/dómarana þeirra. Ég tengi hugsanlega betur við þetta en ella vegna þess að ég snobba sífellt meira fyrir bjór. Ef maður hefur engan áhuga á því sem gerist oní glasi þá er sennilega erfitt að hafa samúð með þessari píslargöngu gauranna. (Já, þetta eru allt karlar.) En mér þótti myndin sérstaklega skemmtileg fyrir það hvernig hún sýnir þá algerlega á kafi í þessum vínheimi. Það snýst bókstaflega allt um vín og meðhöndlun á því, og síðustu dagana fyrir prófið þá eru vínflöskur allstaðar.
Það er eitt sem kemur vel í gegn, þó enginn taki það fram sérstaklega, sem er að þetta gæti allt verið tálsýn. Við sjáum prufur fyrir prófið og gaurarnir eru greinilega mjög fróðir um efnið, en prófið sjálft er ekki fest á filmu og allt sem viðkemur mati dómaranna er algerlega á huldu, bæði fyrir okkur og keppendunum sjálfum. Það eru engar einkunnir, engin prófasýning, enginn rökstuðningur. Þeir bara ná eða ekki. Þetta virkar frekar random, en hæfir vínsmökkunarheiminum auðvitað mjög vel: Maður getur talað í kringum upplifun manns á víni fram og til baka en þegar allt kemur til alls þá fílar maður drykkinn eða ekki. Regla þeirra sem vilja heita yfirvald í svo huglægum heimi velur náttúrulega nýja meðlimi án þess að rökstyðja val sitt á nokkurn hátt.
El Bulli: Cooking in Progress
Þessi mynd sýnir frá einu ári í starfsemi framúrstefnuveitingahússins El Bulli. Talandi um snobb, matreiðslumennirnir eru greinilega mjög fróðir og metnaðarfullir en það er varla hægt að kalla þetta matreiðslu. Eða: öll matreiðsla sem enn er unnin hefur verið abströktuð svo hún þekkist ekki lengur, eða kemur í það minnsta ekki fyrir í atriðum myndarinnar. En einsog með Somm þá er einurðin (eða þráhyggjan) í leit að bragði eða upplifun á mat eitthvað sem ég læt heillast af.
Þessi mynd sýnir frá einu ári í starfsemi framúrstefnuveitingahússins El Bulli. Talandi um snobb, matreiðslumennirnir eru greinilega mjög fróðir og metnaðarfullir en það er varla hægt að kalla þetta matreiðslu. Eða: öll matreiðsla sem enn er unnin hefur verið abströktuð svo hún þekkist ekki lengur, eða kemur í það minnsta ekki fyrir í atriðum myndarinnar. En einsog með Somm þá er einurðin (eða þráhyggjan) í leit að bragði eða upplifun á mat eitthvað sem ég læt heillast af.
The Queen of Versailles
Ógeðsleg.
The Act of Killing
Þessi mynd er algerlega snar og hún minnir okkur á að vont fólk horfir vitlaust á kvikmyndir. Þannig að ef þú þekkir einhvern sem horfir vitlaust á kvikmynd þá skaltu spyrja: er hann eða hún vond manneskja? Myndi hann eða hún drepa helling af fólki til að fíla sjálfa/n sig sem gangster?
Ógeðsleg.
The Act of Killing
Þessi mynd er algerlega snar og hún minnir okkur á að vont fólk horfir vitlaust á kvikmyndir. Þannig að ef þú þekkir einhvern sem horfir vitlaust á kvikmynd þá skaltu spyrja: er hann eða hún vond manneskja? Myndi hann eða hún drepa helling af fólki til að fíla sjálfa/n sig sem gangster?
Gravity
Þetta er í rauninni pínulítil saga á ofsalega stóru sviði. Hún fjallar um eitt líf og einn mögulegan dauða. Forsagan um dótturina varpar fram spurningunni um það hvort aðalpersónan vilji yfirhöfuð halda lífi, og hvort mannslífið sé nokkurs virði ef það tengist ekki lengur nokkru á plánetunni Jörð. Hringrás eyðileggingarinnar þarna úti í tóminu er berstrípuð myndhverfing fyrir Dauðann og jörðin er ekki lengur heimili eða fjölskylda eða eitthvað slíkt heldur bara pínulítil vin þarsem hægt er að draga andann. Vel gert.
Edge of Tomorrow
Ég var búinn að heyra að þetta væri flott mynd, svo ég get sennilega ekki sagt að hún hafi komið mér algerlega á óvart, en hún kom samt skemmtilega á óvart. Mér finnst einsog það sé enginn metnaður til að koma manni á óvart í sæfæ þessa dagana.. Hugmyndin um hermanninn sem lifir sama daginn aftur og aftur er sosum ekki frumleg þannig, en myndin snýr þessari hugmynd á fleiri kanta en hún þarf endilega að gera.
Semsagt: tvær sæfæ og restin heimildamyndir. Hvað er að ske?
Versta mynd sem ég sá á árinu er sennilega Man of Steel, sem er aumt, aumt rusl. Nokkru skárri, en samt arfaslök, var Hobbitinn 2: Vatnsrennibraut og milljón persónur sem heita eitthvað. Sú drap gersamlega áhuga minn á bíóferðum yfirleitt, enda hef ég ekki farið síðan.
Slæmt kvikmyndaár fyrir mig persónulega. Ég efast ekki um að ég hefði getað sótt betra bíó ef ég hefði lagt mig fram við það, en ég er mögulega bara ekki svo skotinn í kvikmyndinni lengur.
Ég var búinn að heyra að þetta væri flott mynd, svo ég get sennilega ekki sagt að hún hafi komið mér algerlega á óvart, en hún kom samt skemmtilega á óvart. Mér finnst einsog það sé enginn metnaður til að koma manni á óvart í sæfæ þessa dagana.. Hugmyndin um hermanninn sem lifir sama daginn aftur og aftur er sosum ekki frumleg þannig, en myndin snýr þessari hugmynd á fleiri kanta en hún þarf endilega að gera.
Semsagt: tvær sæfæ og restin heimildamyndir. Hvað er að ske?
Versta mynd sem ég sá á árinu er sennilega Man of Steel, sem er aumt, aumt rusl. Nokkru skárri, en samt arfaslök, var Hobbitinn 2: Vatnsrennibraut og milljón persónur sem heita eitthvað. Sú drap gersamlega áhuga minn á bíóferðum yfirleitt, enda hef ég ekki farið síðan.
Slæmt kvikmyndaár fyrir mig persónulega. Ég efast ekki um að ég hefði getað sótt betra bíó ef ég hefði lagt mig fram við það, en ég er mögulega bara ekki svo skotinn í kvikmyndinni lengur.
TÓNLIST
Ég keypti prufuáskrift að Spotify í sumar og þótti það ekki leiðinlegt. Ég hélt samt ekki áfram eftir að þremur mánuðum lauk vegna þess að ég þó ég hafi hlustað meira á tónlist en áður þá var það samt ekki svo mikið.
Daft Punk - Random Access Memories
En ég datt alveg oní þessa plötu hér. Ég gerði atlögu að henni skömmu eftir að hún kom út en ég tengdi ekki við hana þá. Ekki frekar en nokkra aðra Daft Punk plötu, ef út í það er farið. Ég hef fílað sum lög en aldrei meikað plöturnar í gegn. En hérna small eitthvað. Ég spóla yfir Game of Love ef ég nenni að leita að takkanum en annars er þetta flott heild, og lokalagið æðislegt. Giorgio by Moroder er líka eitthvað sem ætti ekkert að virka en dem.
En ég datt alveg oní þessa plötu hér. Ég gerði atlögu að henni skömmu eftir að hún kom út en ég tengdi ekki við hana þá. Ekki frekar en nokkra aðra Daft Punk plötu, ef út í það er farið. Ég hef fílað sum lög en aldrei meikað plöturnar í gegn. En hérna small eitthvað. Ég spóla yfir Game of Love ef ég nenni að leita að takkanum en annars er þetta flott heild, og lokalagið æðislegt. Giorgio by Moroder er líka eitthvað sem ætti ekkert að virka en dem.
Last Lynx - Curtains
Amason - Went to War
Alexander - Truth
Algóryþminn í Spotify benti mér á þessi lög, eftir hvaða þráðum man ég ekki. Þau eru öll töff.
Algóryþminn í Spotify benti mér á þessi lög, eftir hvaða þráðum man ég ekki. Þau eru öll töff.
HLAÐVARP - nýtt
U Talkin' U2 To Me?
Adam Scott og Scott Aukerman eru aðdáendur hljómsveitarinnar U2. Þeir eru líka rugludallar sem eiga auðvelt með að blaðra út í hið óendanlega. Upphaflega hugmyndin var að þeir myndu fara yfir feril hljómsveitarinnar í örfáum þáttum, sirka 3 plötur í hverjum þætti, í upphlaupinu að nýrri breiðskífu, sem átti að koma út í vor. En þættirnir urðu miklu fleiri en til stóð, bæði vegna þess að þeir hafa of gaman af því að blaðra í kringum hlutina og koma sér aldrei að plötuspjallinu, og vegna þess að ekkert bólaði á nýju U2 plötunni. Hún kom síðan út á iTunes um leið og nýju iPhone símarnir voru kynntir. En þeir hafa sent út nokkra þætti síðan.
Þetta eru uppáhalds þættirnir mínir á árinu en ég á erfitt með að færa einhver rök fyrir því, eða útskýra hversvegna aðrir ættu að fíla þetta eins mikið og ég. Þetta er bara óskaplega silly dót.
Besti þátturinn: 9 - Slowin' it Down -- En hann meikar sennilega ekkert sens ef maður hefur ekki hlustað frá byrjun. Fyrsti þátturinn er líka mjög góður, en þetta hleður bara svo dásamlega uppá sig.
Adam Scott og Scott Aukerman eru aðdáendur hljómsveitarinnar U2. Þeir eru líka rugludallar sem eiga auðvelt með að blaðra út í hið óendanlega. Upphaflega hugmyndin var að þeir myndu fara yfir feril hljómsveitarinnar í örfáum þáttum, sirka 3 plötur í hverjum þætti, í upphlaupinu að nýrri breiðskífu, sem átti að koma út í vor. En þættirnir urðu miklu fleiri en til stóð, bæði vegna þess að þeir hafa of gaman af því að blaðra í kringum hlutina og koma sér aldrei að plötuspjallinu, og vegna þess að ekkert bólaði á nýju U2 plötunni. Hún kom síðan út á iTunes um leið og nýju iPhone símarnir voru kynntir. En þeir hafa sent út nokkra þætti síðan.
Þetta eru uppáhalds þættirnir mínir á árinu en ég á erfitt með að færa einhver rök fyrir því, eða útskýra hversvegna aðrir ættu að fíla þetta eins mikið og ég. Þetta er bara óskaplega silly dót.
Besti þátturinn: 9 - Slowin' it Down -- En hann meikar sennilega ekkert sens ef maður hefur ekki hlustað frá byrjun. Fyrsti þátturinn er líka mjög góður, en þetta hleður bara svo dásamlega uppá sig.
The Todd Glass Show
Ég tékkaði á þessum eftir að Todd Glass var gestur í þætti af UTU2TM. Ég hlustaði ekki á alla þættina sem hafa komið út, ég tékkaði aðallega á þáttum þarsem ég kannaðist við gestina, en þeir hafa allir verið skemmtilegir. Það er sérkennilegur andi í þeim og Glass er sjálfur furðulegur, fyndinn og notalegur karakter. Ég fíla alla gegnumgangandi brandarana í þættinum, alla tónlistina, og hvað hann er snöggur að snúa úr gríni í alvöru og öfugt.
Besti þátturinn: 86 - Paul F. Tompkins & Jen Kirkman -- það er tónlistaratriði undir lok þáttarins, þar sem þremenningarnir reyna að spinna við línu úr lagi, sem þau hafa heyrt fjölmörgum sinnum. Brandarinn er sá að þau muni línuna aldrei almennilega og hann ætti ekki að vera það fyndinn. En þetta er sennilega það fyndnasta sem ég heyrði á árinu.
Ég tékkaði á þessum eftir að Todd Glass var gestur í þætti af UTU2TM. Ég hlustaði ekki á alla þættina sem hafa komið út, ég tékkaði aðallega á þáttum þarsem ég kannaðist við gestina, en þeir hafa allir verið skemmtilegir. Það er sérkennilegur andi í þeim og Glass er sjálfur furðulegur, fyndinn og notalegur karakter. Ég fíla alla gegnumgangandi brandarana í þættinum, alla tónlistina, og hvað hann er snöggur að snúa úr gríni í alvöru og öfugt.
Besti þátturinn: 86 - Paul F. Tompkins & Jen Kirkman -- það er tónlistaratriði undir lok þáttarins, þar sem þremenningarnir reyna að spinna við línu úr lagi, sem þau hafa heyrt fjölmörgum sinnum. Brandarinn er sá að þau muni línuna aldrei almennilega og hann ætti ekki að vera það fyndinn. En þetta er sennilega það fyndnasta sem ég heyrði á árinu.
improv4humans
Þetta er púra spunaþáttur. Gaurinn sem stýrir þættinum, Matt Besser, fær uppástungur eða spjallar bara við gestina þar til einhver byrjar á senu og þá byrjar spuni. Pínulítið mistækt en oft mjög mjög fyndið. Þátturinn er líka borinn uppi af Besser, sem er óhræddur við að stoppa fólk af ef hann skilur ekki eitthvað eða vill vita meira eða er ósammála einhverju. Um leið er hann til í að leyfa þættinum að leiða sig frekar en öfugt, sem verður til þess að formið er mjög opið: flestir þættirnir eru keimlíkir en sumir verða eitthvað allt annað.. eins og viðtalið við öskrarann í New York.
Besti þátturinn: 137 - Porta Potty Sushi
Þetta er púra spunaþáttur. Gaurinn sem stýrir þættinum, Matt Besser, fær uppástungur eða spjallar bara við gestina þar til einhver byrjar á senu og þá byrjar spuni. Pínulítið mistækt en oft mjög mjög fyndið. Þátturinn er líka borinn uppi af Besser, sem er óhræddur við að stoppa fólk af ef hann skilur ekki eitthvað eða vill vita meira eða er ósammála einhverju. Um leið er hann til í að leyfa þættinum að leiða sig frekar en öfugt, sem verður til þess að formið er mjög opið: flestir þættirnir eru keimlíkir en sumir verða eitthvað allt annað.. eins og viðtalið við öskrarann í New York.
Besti þátturinn: 137 - Porta Potty Sushi
Serial
Það var víst heilmikið hæp í kringum þessa þætti. Maður tók sosum ekki mikið eftir því þannig, ég er líka löngu hættur að fylgjast með This American Life, sem Serial spratt uppúr. En eftir að gæjarnir í Hollywood Handbook gerðu grín að viðtökunum þá varð ég forvitinn og hlustaði á þetta alltsaman, ég held ég hafi náð síðustu tveimur eða þremur þáttunum „læf“, eða þegar þeir komu út.
Umsjónarkonan segir frá morðmáli sem átti sér stað fyrir fimmtán árum síðan. Hún hefur verið í símasambandi við mann sem var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustuna sína, en dómurinn virðist hafa verið byggður á frekar hæpnum forsendum. Hún spilar viðtöl við þann dæmda, hina og þessa sem þekktu þau, lögfræðinga, rannsakendur o.s.frv. Þetta er mjög áhugavert efni og framsetningin er spennandi. Umræðuhópurinn á Facebook er fjölmennur og ofsalega hávaðasamur en mér dettur alltaf það sama í hug: notkun Alan Moores á snjókorni Kochs í From Hell. Þættirnir minna mann á það að kerfið er gallað og fólk verður undir, og ef þú gerir hlutina ekki rétt í fyrsta kasti þá getur verið nánast ómögulegt að laga þá eftirá -- hvort sem hann gerði það eða ekki.
Besti þátturinn: Sá fyrsti?
Það var víst heilmikið hæp í kringum þessa þætti. Maður tók sosum ekki mikið eftir því þannig, ég er líka löngu hættur að fylgjast með This American Life, sem Serial spratt uppúr. En eftir að gæjarnir í Hollywood Handbook gerðu grín að viðtökunum þá varð ég forvitinn og hlustaði á þetta alltsaman, ég held ég hafi náð síðustu tveimur eða þremur þáttunum „læf“, eða þegar þeir komu út.
Umsjónarkonan segir frá morðmáli sem átti sér stað fyrir fimmtán árum síðan. Hún hefur verið í símasambandi við mann sem var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustuna sína, en dómurinn virðist hafa verið byggður á frekar hæpnum forsendum. Hún spilar viðtöl við þann dæmda, hina og þessa sem þekktu þau, lögfræðinga, rannsakendur o.s.frv. Þetta er mjög áhugavert efni og framsetningin er spennandi. Umræðuhópurinn á Facebook er fjölmennur og ofsalega hávaðasamur en mér dettur alltaf það sama í hug: notkun Alan Moores á snjókorni Kochs í From Hell. Þættirnir minna mann á það að kerfið er gallað og fólk verður undir, og ef þú gerir hlutina ekki rétt í fyrsta kasti þá getur verið nánast ómögulegt að laga þá eftirá -- hvort sem hann gerði það eða ekki.
Besti þátturinn: Sá fyrsti?
The Andy Daly Podcast Pilot Project
Ég veit ekki hvort þetta höfðar til nokkurra sem hafa ekki fylgst með Comedy Bang Bang! en þar hefur Andy Daly leikið marga mismunandi (en á vissan hátt keimlíka) karaktera í gegnum tíðina. Þessir þættir eru byggðir upp í kringum þá: hver karakter fær að búa til sinn eigin prufu-podkastþátt, hvern með sínu sniði. Einn eða tveir voru ekkert spes en hinir allir stórfínir.
Besti þátturinn: Kiss Me, I'm Patrick McMahon - Live.
Ég veit ekki hvort þetta höfðar til nokkurra sem hafa ekki fylgst með Comedy Bang Bang! en þar hefur Andy Daly leikið marga mismunandi (en á vissan hátt keimlíka) karaktera í gegnum tíðina. Þessir þættir eru byggðir upp í kringum þá: hver karakter fær að búa til sinn eigin prufu-podkastþátt, hvern með sínu sniði. Einn eða tveir voru ekkert spes en hinir allir stórfínir.
Besti þátturinn: Kiss Me, I'm Patrick McMahon - Live.
HLAÐVARP - ekki nýtt
Ég er með böns af þáttum í áskrift en það eru ekki margir sem ég hlusta alltaf á, sama hver gesturinn er eða umræðuefnið. UTU2TM og improv4humans eru tveir af þeim, The Todd Glass Show er það ekki. (Serial og TADPPP voru of fáir til að manni dytti í hug að sleppa nokkrum.) Þessir hérna voru allir á listanum í fyrra og ég hef ekki sleppt úr þætti síðan, þeir eru frábærir.
Hollywood Handbook
Ég man ekki eftir einum slæmum þætti í ár, það voru kannske einn eða tveir slappir þar sem gesturinn skildi ekki alveg hvernig ætti að spila með en Sean og Hayes eru alltaf með þetta. Pauly Shore þátturinn var kannske sá sérkennilegasti þar sem Shore vissi ekkert hvað hann var að gera, en sá þáttur er alls ekki lýsandi fyrir HH. Þá er nær að fara í Sinbad þáttinn, eða bara hvern sem er..
Comedy Bang Bang
Hér voru nokkrir slappir þættir en það var líka nóg af þeim. CBB er löngu orðinn standard, ég er alltaf spenntur að heyra sækja nýjan þátt á mánudagsmorgni. Mest spennandi finnst mér reyndar að heyra Best-Of þættina í lok árs, en ég er ekki viss um að þeir séu lýsandi fyrir þáttinn almennt. Góðir af handahófi: Sex Party Season og Oh Golly. Smaug's Kickstarter var líka góður.
The Cracked Podcast
Þeir missa stundum úr viku en þættirnir eru líka yfirleitt góðir. Mig rámar í einn slakan á árinu og þessi nýjasti, sem var tekinn upp læf, var ekkert spes. Góður: Babies: Cuddy Idiots or Evil Super-Geniuses.
In Our Time
Annar standard. Hann kann þetta, hann Bragg. Það er dálítið ósanngjarnt að bera þessa þætti saman við önnur poddköst þar sem BBC hefur meira bolmagn en eitt og eitt podkast, en á hinn bóginn er þetta frábært dæmi um árangur eftir því sem skiptir mestu máli: Afmarkað umræðuefni, skeleggur stjórnandi, fróðir viðmælendur. Alveg rakið. Góður: The Haitian Revolution, sem er hér á þessari síðu.
BJÓR
..flokkast ekki sem poppkúltúr, jafnvel þó hann vaxi undantekningalaust af kúltúr og freyði gjarnan. En jú, þetta er menningarkimi sem ég var óskaplega upptekinn af á árinu. Ég hélt smá skrá yfir það helsta og hér er það besta úr því.
Í engri ákveðinni röð:
De Molen, Rasputin Laphroig BA
Brouwerij 't IJ, IJwit
De Struise Brouwers, Struise Smonk
Mikkeller, Santa's Little Helper 2012 Cognac BA
Mikkeller, Fra/Til Brandy BA
Alesmith, Yulesmith
To Øl, Goliat Bourbon BA
To Øl, Sur Mosaic
Prairie Artisan Ales, Pirate Bomb
Það voru mörg góð tækifæri til að smakka fínan bjór. Amsterdamferðin var pakkfull af góðum bjór, þar á meðal þessum þremur fyrstu í listanum. Bjórhátíðin á KEX var svakalegt dót, aðallega þó miðvikudagurinn, þegar erlendu brugghúsin voru á staðnum. Úrslitakvöld bruggkeppni FÁGUNar var líka haldið á KEX og þar var boðið uppá margt fallegt. Útgáfuhóf Bjórs eftir Stefán Pálsson og félaga var líka fljótandi í góðum bjór, þar á meðal ferskum Tuma Humal frá Gæðingi, sem var þá stundina með betri IPA-um sem ég hef smakkað (en hann er aldrei eins). Viðburður ársins var samt jólabjórasmökkun Bjórakademíunnar um miðjan nóvember. Hefði allteins getað heitið allt fína Mikkeller dótið. Umgjörðin var flott hjá þeim, algert skólabókardæmi um það hvernig á að haga góðri smökkun.
Bestu íslensku bjórarnir sem ég drakk á árinu voru áðurnefndur Tumi Humall, Garún frá Borg, og Ship-o-hoj frá Ölvisholti, sem kom mér þægilega á óvart. Já og tveggja ára gamall Lúðvík frá Borg, sem ég tók fram rétt fyrir jól. Alveg dásamlegur.
Ég lagði nokkrum sinnum í á árinu, tvisvar gerði ég Beer Geek Breakfast eftirlíkingu og hún kom vel út í bæði skiptin, ég var að leggja í hana aftur nýlega.. Citra ljósölið kom líka mjög vel út, og kláraðist fljótt. Ég flaskaði líka belgísku ljósöli sem hafði legið á brett í sirka hálft ár. Það er ekkert sérstakt, en ég leyfi því að liggja inní geymslu fram á vor og tékka svo á því aftur.
-b.
Ég er með böns af þáttum í áskrift en það eru ekki margir sem ég hlusta alltaf á, sama hver gesturinn er eða umræðuefnið. UTU2TM og improv4humans eru tveir af þeim, The Todd Glass Show er það ekki. (Serial og TADPPP voru of fáir til að manni dytti í hug að sleppa nokkrum.) Þessir hérna voru allir á listanum í fyrra og ég hef ekki sleppt úr þætti síðan, þeir eru frábærir.
Hollywood Handbook
Ég man ekki eftir einum slæmum þætti í ár, það voru kannske einn eða tveir slappir þar sem gesturinn skildi ekki alveg hvernig ætti að spila með en Sean og Hayes eru alltaf með þetta. Pauly Shore þátturinn var kannske sá sérkennilegasti þar sem Shore vissi ekkert hvað hann var að gera, en sá þáttur er alls ekki lýsandi fyrir HH. Þá er nær að fara í Sinbad þáttinn, eða bara hvern sem er..
Comedy Bang Bang
Hér voru nokkrir slappir þættir en það var líka nóg af þeim. CBB er löngu orðinn standard, ég er alltaf spenntur að heyra sækja nýjan þátt á mánudagsmorgni. Mest spennandi finnst mér reyndar að heyra Best-Of þættina í lok árs, en ég er ekki viss um að þeir séu lýsandi fyrir þáttinn almennt. Góðir af handahófi: Sex Party Season og Oh Golly. Smaug's Kickstarter var líka góður.
The Cracked Podcast
Þeir missa stundum úr viku en þættirnir eru líka yfirleitt góðir. Mig rámar í einn slakan á árinu og þessi nýjasti, sem var tekinn upp læf, var ekkert spes. Góður: Babies: Cuddy Idiots or Evil Super-Geniuses.
In Our Time
Annar standard. Hann kann þetta, hann Bragg. Það er dálítið ósanngjarnt að bera þessa þætti saman við önnur poddköst þar sem BBC hefur meira bolmagn en eitt og eitt podkast, en á hinn bóginn er þetta frábært dæmi um árangur eftir því sem skiptir mestu máli: Afmarkað umræðuefni, skeleggur stjórnandi, fróðir viðmælendur. Alveg rakið. Góður: The Haitian Revolution, sem er hér á þessari síðu.
BJÓR
..flokkast ekki sem poppkúltúr, jafnvel þó hann vaxi undantekningalaust af kúltúr og freyði gjarnan. En jú, þetta er menningarkimi sem ég var óskaplega upptekinn af á árinu. Ég hélt smá skrá yfir það helsta og hér er það besta úr því.
Í engri ákveðinni röð:
De Molen, Rasputin Laphroig BA
Brouwerij 't IJ, IJwit
De Struise Brouwers, Struise Smonk
Mikkeller, Santa's Little Helper 2012 Cognac BA
Mikkeller, Fra/Til Brandy BA
Alesmith, Yulesmith
To Øl, Goliat Bourbon BA
To Øl, Sur Mosaic
Prairie Artisan Ales, Pirate Bomb
Það voru mörg góð tækifæri til að smakka fínan bjór. Amsterdamferðin var pakkfull af góðum bjór, þar á meðal þessum þremur fyrstu í listanum. Bjórhátíðin á KEX var svakalegt dót, aðallega þó miðvikudagurinn, þegar erlendu brugghúsin voru á staðnum. Úrslitakvöld bruggkeppni FÁGUNar var líka haldið á KEX og þar var boðið uppá margt fallegt. Útgáfuhóf Bjórs eftir Stefán Pálsson og félaga var líka fljótandi í góðum bjór, þar á meðal ferskum Tuma Humal frá Gæðingi, sem var þá stundina með betri IPA-um sem ég hef smakkað (en hann er aldrei eins). Viðburður ársins var samt jólabjórasmökkun Bjórakademíunnar um miðjan nóvember. Hefði allteins getað heitið allt fína Mikkeller dótið. Umgjörðin var flott hjá þeim, algert skólabókardæmi um það hvernig á að haga góðri smökkun.
Bestu íslensku bjórarnir sem ég drakk á árinu voru áðurnefndur Tumi Humall, Garún frá Borg, og Ship-o-hoj frá Ölvisholti, sem kom mér þægilega á óvart. Já og tveggja ára gamall Lúðvík frá Borg, sem ég tók fram rétt fyrir jól. Alveg dásamlegur.
Ég lagði nokkrum sinnum í á árinu, tvisvar gerði ég Beer Geek Breakfast eftirlíkingu og hún kom vel út í bæði skiptin, ég var að leggja í hana aftur nýlega.. Citra ljósölið kom líka mjög vel út, og kláraðist fljótt. Ég flaskaði líka belgísku ljósöli sem hafði legið á brett í sirka hálft ár. Það er ekkert sérstakt, en ég leyfi því að liggja inní geymslu fram á vor og tékka svo á því aftur.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli