25 mars 2010

Mars 2010

Já og jamm. Heyriði. Fréttir eða eitthvað?

Ég er á kvöldvakt, nýbyrjaður, það eru nokkrir tímar eftir. Ég vildi eiginlega frekar vera í bjór útí sólinni, en sumarið er ekki byrjað. Það hlýtur að gefast tími í þessháttar í apríl maí júní. Víðir kom við og skildi tölvuna sína eftir hjá mér, ég er að föndra við að koma 4gb fæl inná flakkarann minn. Hann vill ekki taka við honum þegar ég reyni að kópera hann beint af tölvuni hans Víðis, þannig að ég er núna að smíða .rar fæl úr stóra fælnum í staðinn, beint inná flakkarann. Maður leggur hitt og þetta á sig fyrir Oblivion.

Annars hef ég ekkert getað spilað uppá síðkastið, ég gat eiginlega ekkert setið við skrifborð eftir að ég meiddi mig í bakinu. Var ég eitthvað búinn að röfla um það?

Ég var semsagt í hnébeygju laugardaginn 30. janúar, að lyfta þungu með fáum endurtekningum. Ég var ekki í lyftu þegar eitthvað small í mjóbakinu á mér, dálítið kunnugleg tilfinning. Vildi samt ekki viðurkenna það að ég hefði farið í bakinu enn eina ferðina þannig að ég reyndi að halda áfram, ekki í hnébeygjunum en ég fór í bekkinn og hljóp aðeins, en gafst upp. Fór svo austur að spila með Víði og Halli og Danna. Ég tók eina íbúfen áður en ég lagði af stað en þegar við vorum rétt byrjaðir leið mér alltof illa til að halda áfram. Tók meira dóp, hvíldi mig aðeins og við kláruðum spilið. Keyrði heim, svo var ég náttúrulega snöggtum verri daginn eftir. En ókei, þetta hafði gerst áður. Ég hugsaði mér að ég myndi bara taka því rólega í þrjá fjóra kannske fimm daga og svo færi að losna um þetta.

En viku seinna var ég litlu skárri svo ég fór til læknis. Hann gaf mér sterkara dóp og sagði mér að fara í vinnuna. Viku seinna var ég orðinn nokkuð góður og fór að kíkja í sund, mánudag og þriðjudag, og hætti að taka íbúfen. Á miðvikudag fannst mér ég vera að stífna upp aftur, um leið fékk ég einhverja pest og lagðist í rúmið, tók meira dóp. (Ég lá nú ekki í rúminu allan daginn, ég stóð upp og gerði einhverjar teygjur og svona með reglulegu millibili, en þetta var ekkert svona daglegt líf neitt.)

Var þannig frá föstudegi til fimmtudags, en þá var einsog losnaði um eitthvað. Ég fór að geta hreyft mig aftur. Það var ennþá sárt, en það var einsog það hefði legið misdjúpt á verkjunum og að dýpsta lagið hefði gufað upp. Nota bene þá var ég ennþá á verkjalyfjum. Reyndi að fara í göngutúra og svona, en þarna var einmitt nýskollið á með haug af snjó. Helgin var sæmileg. Á mánudegi mætti ég í vinnuna en gat ekkert beitt mér, gat varla setið, varð þreyttur af engu. Hætti snemma og fór á læknavaktina, sá skrifaði upp á beiðni fyrir sjúkraþjálfara, mig minnir að ég hafi fengið tíma strax daginn eftir.

Sjúkraþjálfaranum fannst þetta greinilega ekkert merkilegt, sem mér fannst ósjálfrátt pínulítið svekkjandi en um leið mikill léttir. Hann sagði að ég væri skakkur, að næstneðsti hryggjarliðurinn væri fastur og restin af bakinu væri öll í drasli af því að styðja við hann. Tveir til þrír tímar til að losa þetta. Það fór reyndar í fimm held ég, frekar en sex, en sá síðasti var núna í gær.

Það fáránlega við þetta er það að eftir næstsíðasta tímann, sem var fyrir viku síðan, þá var ég ennþá pínu slæmur en vaknaði svo allur annar daginn eftir. Helgin var alveg súper. Svo á þriðjudaginn fór ég niðrí háskóla að skila af mér verkefnum og hjálpa Hjalta að gera þau klár, var á leiðinni upp tröppurnar í Nýja garði og hrasaði, féll kylliflatur. Mér leið eitthvað skringilega á eftir. Það er náttúrulega ömurlegt að hugsa til þess að maður sé svo brothættur að það megi ekki einusinni hrasa í stiganum.. en líklega er það ekki málið. Líklega líður mér svipað og mér leið þarna á föstudaginn, en þá hafði mér liðið svo miklu verr áður. Sársaukaleysið þá er sama og seyðingurinn núna, en núna er ég svo nálægt því að vera hundrað prósent, mér finnst einsog þetta sé alveg ægilegt.

Allavega, síðasti tíminn var í gær. Sjúkraþjálfarinn fann ekki að neitt hefði versnað, liðurinn er reyndar helvíti tregur en hann náði honum í 90prósent hreyfanleika og svo þarf líkaminn að sjá um restina sjálfur. Þá þarf ég að fara að hreyfa mig, koma kerfinu af stað. Ég hef náttúrulega ekkert gert af neinu ráði síðan þarna 30. janúar, eru ekki að verða átta vikur síðan?

Nú geri ég teygjuæfingar fyrir bakið og lappirnar einu sinni, tvisvar á dag. Á morgun ætla ég að fara á brettið, sjá hvað draslið segir. Verst að ég verð strax þreyttur í bakinu, sama hvað ég er að gera. Það er eitthvað sem jafnar sig með tíma, segir þjálfarinn..

Ég er náttúrulega bara nojaður vegna þess að ég hef áður verið með svona stingandi en samt óræðan verk í mjóbakinu í fleiri mánuði án þess að liði úr mér.

...

Heyrðu þessi aðferð sem ég reyndi, hún virkaði ekki. Foj. En ég reyndi sitthvað annað og Víðir kom aftur og svo prófaði ég að búa til 7 .rar fæla, að hámarki 700mb hver, og færa það yfir í harða diskinn minn. Það kom uppúr dúrnum að skráarkerfið sem hann notar heitir.. FS32 eða eitthvað, en maður þarf NTFS til að höndla skrár sem eru 4gb eða stærri. Og þó það nú væri.

Þannig að ég ætla í Oblivion í kvöld. Nanna var að hringja, hún ætlar í bíó. Og ég þarf að loka safninu núna. Þetta voru meiri fréttirnar eða hitt þó heldur.

-b. And beyond.

Engin ummæli: