25 janúar 2010

Best ársins 2009

Í lok desember skrifaði ég uppkast að ,,Best ársins" lista og svo gleymdi ég því. Jæja. Setjum það hér.

Myndasögur:

The Fate of the Artist eftir Eddie Campbell
Gus and his Gang eftir Chris Blain
Scalped eftir Jason Aaron og R.M. Guéra
American Born Chinese eftir Gene Luen Yang
I Never Liked You og The Playboy eftir Chester Brown
Slaves of Mickey Eye eftir Grant Morrison og Cameron Stewart
Incognegro eftir Mat Johnson og Warren Pleece
Spent eftir Joe Matt
The Arrival eftir Shaun Tan
Exit Wounds eftir Rutu Modan


Bíó:

Rec
Inglourious Basterds
The Hurt Locker
The Informant!
Moon
Taken
Heat
Hunger
Zombieland
The Hangover

Skammarverðlaun ársins: The Butterfly Effect


Tónlist:

Oracular Spectacular með MGMT
The Resistance með Muse
Made in the Dark með Hot Chip (ennþá)
Master of Puppets með Metallicu
Surfing on a Rocket með Air
Across 110th Street með Bobby Womack
My Weakness is Strong með Patton Oswalt


Þættir:

Between Two Ferns
In Treatment
Lost (áfram)
Bored to Death
Star Trek TNG (áfram)
The Sandbaggers (áfram)

Vonbrigði ársins: Battlestar Galactica.
Bestu þættir sem ég horfði á aftur, frá upphafi til enda, á árinu: The Wire


Bækur ársins:

Sjónhverfingar eftir Hermann Stefánsson
Anathem,
Cryptonomicon,
og Barrokk-sveigurinn (Quicksilver, The Confusion og The System of the World) eftir Neal Stephenson.
Allur Harry Potter á hljóðbók. Þær skilja kannske ekki mikið eftir sig en ég hafði gaman af þeim á meðan ég hlustaði, og Stephen Fry er einn góður upplesari.
Fyrir utan sjónhverfingar þá eru þetta allt fremur stórar og þykkar bækur. 2009 var ár hnullunganna. Og Cryptonomicon hlustaði ég líka á í hljóðbókarformi í lok ársins, kláraði um miðjan jan. Myndi nú samt frekar mæla með pappírnum, fyrir þá tilteknu bók.


Vinna ársins:

Hingað kom maður sem bað mig um að rannsaka dauða bróður síns með því að fletta upp í Öldinni okkar 1960-70.
Stelpan sem spurði hvort önnur hæð væri næsta hæð.
Stelpan sem var að leita að bókinni með brúnu kápunni.

Það er eitthvað af drasli sem er ekki hér og ég hefði alveg mátt muna eftir, en það er svona.

21 janúar 2010

Lína úr The Glass Bead Game, cf. Stephenson?

"You mathematicians and Glass Bead Game players ... have distilled a kind of world history to suit your own tatstes. It consists of nothing but the history of ideas and of art. Your history is bloodless and lacking in reality. You know all about the decay of Latin syntax in the second or third centuries and don't know a thing about Alexander or Caesar or Jesus Christ. You treat world history as a mathematician does mathematics, in which nothing but laws and formulas exist, no reality, no good and evil, no time, no yesterday, no tomorrow, nothing but an eternal, shallow mathematical present."

19 janúar 2010

Fín stutt grein um sæfæ

This is one of the things some people complain about as “too much hard work” and which I think is a high form of fun. SF is like a mystery where the world and the history of the world is what’s mysterious, and putting that all together in your mind is as interesting as the characters and the plot, if not more interesting. We talk about worldbuilding as something the writer does, but it’s also something the reader does, building the world from the clues. When you read that the clocks were striking thirteen, you think at first that something is terribly wrong before you work out that this is a world with twenty-four hour time—and something terribly wrong. Orwell economically sends a double signal with that.

Ég verð að viðurkenna að þetta sem öllum þykir rosa töff hjá Orwell, að klukkan slái þrettán í fyrstu línunni í 1984, er eitthvað sem ég tók ekki eftir þegar ég las hana. Já já, klukkan slær, og hvað, inn um annað augað og útum hitt. Svona er (var?) ég latur lesir.

En þetta er skemmtileg líking, að vísindaskáldskapurinn sé ráðgáta þarsem heimurinn er morðið. Og rímar ó svo skemmtilega við.. McHale? Sem segir að ráðgátan sé hið ekta-móderníska skáldsagnaform og að vísindaskáldsagan sé hið ekta-póstmóderníska form. Þarsem ráðgátan spyrji hvernig hægt sé að skilja heiminn sem við lifum í, en vísindaskáldsagan spyrji hver allra mögulegra heima þetta sé.

Ég er ekki viss um að þetta hjálpi manni að skilgreina Cryptonomicon eða Barrokk þríleikinn, en skilin á milli þeirra og td. Snow Crash eða The Diamond Age eru mjög skörp og liggja einmitt á þessari línu. The Diamond Age vísar reyndar í 1984, með því að taka fram klukkuhringingar í fyrstu línu. Hvernig var það.. ,,The bells of St. Mark's were ringing changes up on the mountain when Bud skated over to the mod parlor to upgrade his skull gun." Andstætt Orwell þá öskrar Stephenson ÞETTA ER SÆFÆ. Hverjum er ekki sama hversu oft klukkurnar slá, þessi töffari á hjólabrettinu er að láta græða byssu í höfuðkúpuna á sér. Þetta óverdræf er eitthvað sem hann sneið svo að segja alveg af sér í Barrokkinu, það var sosum af nógu öðru að taka en þar tapaðist einhver sjarmi.

Annað við þessa byrjun hans er það að Bud, þessi gaur í byrjun bókarinnar, deyr í þriðja kafla eða eitthvað álíka. Það er einhver Philip K. Dick í því finnst mér, eða er það rugl? Stephenson gerði þetta líka í Snow Crash, að kynna einhvern til sögunnar og segja frá lífi hans þá stundina eða dagana í smæstu atriðum, og slátra honum síðan þegar aðalpersónurnar (eða aðal-aukapersónurnar) létu loks sjá sig. En að byrja á dúkku virkar skringilega.

-b.

17 janúar 2010

,,TO TEDY"

Einn af fastagestum safnsins fer dálítið í taugarnar á mér. Hann er uppskrúfaður froðusnakkur, dóni og vitleysingur. Hann var að ljósrita eitthvað hér í dag og gleymdi blaði í vélinni. Blaðið er ljósrit af ljóðrænni kveðju sem skrifuð er á rúðustrikað blað.

Ég held að ef ég birti efnið þá brjóti gegn trúnaði sem við eigum að halda við safngesti. Hugsanlega líka ef ég segi hvað hann heitir? En smáatriðin skipta ekki svo miklu máli, hitt er að þessar línur eru væmnasta klisjuslumma sem ég hef lesið síðan allavega fyrir jól. Svo tilgerðarlegt að maður tæki ekki einusinni viljann fyrir verkið, væri þessu beint til manns.

Þetta hefur óneitanlega áhrif á það hvernig maður upplifir þennan einstakling. En svonalagað er náttúrulega síst til bóta.

...

Við spiluðum D&D í gær til að ganga 5. Svo keyrðum við Víðir heim á svona 40-50 yfir heiðina, það snjóaði og snjóaði. Ég fékk svona fimm tíma svefn og mætti svo í vinnuna, og ég fúnkera ekki eins vel og venjulega. En það er lamb í kvöldmat og ég tek mér frí á morgun..

Er nokkuð vit í því að fara að segja fréttir, ég veit ekki hvar ég ætti að byrja. Jafnvel þótt ekkert gerist. Við festum upp myndir síðustu helgi. Svo færðum við skáp. Mér þykir tilhugsunin góð, að eiga heima á sama staðnum í meira en ár. Kettirnir stækka, vinnan gæti stækkað líka á næstunni. Ritgerðin alltaf á byrjunarreit eða þarumbil.

Eitthvað kvef í gangi núna, í fyrsta sinn síðan í sumar, held ég.. kannske fyrr.

Hálftími í lokun.

-b.

08 janúar 2010

Úr Two Gentlemen of Lebowski

[The bowling green. Enter THE KNAVE, WALTER and DONALD, to play at ninepins]

WALTER
In sooth, then, faithful friend, this was a rug of value? Thou wouldst call it not a rug among ordinary rugs, but a rug of purpose? A star in a firmament, in step with the fashion alike to the Whitsun morris-dance? A worthy rug, a rug of consequence, sir?

THE KNAVE
It was of consequence, I should think; verily, it tied the room together, gather’d its qualities as the sweet lovers’ spring grass doth the morning dew or the rough scythe the first of autumn harvests. It sat between the four sides of the room, making substance of a square, respecting each wall in equal harmony, in geometer’s cap; a great reckoning in a little room. Verily, it transform’d the room from the space between four walls presented, to the harbour of a man’s monarchy.

WALTER
Indeed, a rug of value; an estimable rug, an honour’d rug; O unhappy rug, that should live to cover such days!


Þetta er náttúrulega snilld. Lesið restina hér.

-b.