Af gefnu tilefni (þ.e.a.s. að hægt er að skrifa um það) birti ég hér vísu sem ég orti á feisbúkksíðu Helga Bárðarsonar. Hún er að nokkru sannsöguleg, tilvitnunin er aktúal en aðstæðurnar sem ég dreg upp eru aðeins færðar í stílinn.
_____
Orð aldanna
Þjóðarskáld, um skuld og kvaðir,
skeleggur (en þvingaður)
sagði Guði og gumum ,,Það er
gott að vera elskaður."
_____
Mér finnst ekki við hæfi að merkja þetta ,,vinir mínir eru hálfvitar" einsog næsta ljóðabók á að heita, þannig að ég merki þetta titli gömlu bókarinnar. Það dugar.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli