07 september 2009

Já ég er kannske ennþá að koma mér fyrir en samt ekki beint að flytja lengur

Ég var að hengja l'Ours myndina mína uppá vegg. Þýðir það að ég sé alfluttur hingað inn? Kannske er það ekki flóknara. Þá segjum við það.

Hinsvegar eigum við ennþá eftir að sækja rúmið sem við ætlum okkur að fá, ef allt gengur vel. Og gengur upp. Gerist það ekki bara á morgun? Jú, nú fékk ég símtal, það gerist á morgun.

Næsta helgi er önnur afmælisveisla, helgin þar á eftir kannske Cthulhu?

Einsog mitt tuttugu og tveggja ára sjálf hefði sagt: Je.

-b.

Engin ummæli: