31 desember 2013
15 desember 2013
12 desember 2013
07 desember 2013
06 desember 2013
03 desember 2013
Hagræn áhrif þess að hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin
Íslensku bókmenntaverðlaunin sem forseti Íslands afhendir voru fyrst afhent af honum (þá henni) á hundrað ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda árið 1989.
Eða nei, þau voru fyrst afhent árið 1990, fyrir bók sem kom út árið 1989: Yfir heiðan morgun: ljóð '87-'89 eftir Stefán Hörð Grímsson. Köllum það samt Íslensku bókmenntaverðlaunin 1989.
Þá var tilnefndum bókum ekki skipt upp í flokka fagurbókmennta og fræðirita, svo það var einungis einn verðlaunahafi. Hann fékk eina kalda milljón (1.000.000) krónur í verðlaun.
Í umfjöllun sem birtist um fyrirhugaða verðlaunaafhendingu í Tímanum þann 22. september 1989 segir:
„Verðlaunaféð er ein milljón króna og verða þau veitt í fyrsta skipti í janúarmánuði næstkomandi og verður valið úr bókum sem út komu á yfirstandandi ári. Unnið er að því að fá verðlaunin, sem munu fylgja verðlagi, undanþegin opinberum gjöldum eins og gert hefur verið þegar Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Nóbelsverðlaun í bókmenntum hafa fallið í hlut íslendinga.“
Nú veit ég hreinlega ekki hvort verðlaunaféð sé undanskilið opinberum gjöldum. Ég ætla rétt að vona það. En þó skattleysið sé þarna vafaatriði er því hinsvegar slegið föstu að verðlaunin komi til með að fylgja verðlagi. Þetta er hvorugt tekið fram í greinum Moggans og DV um málið. Um þetta stendur ekkert í reglugerð FÍBÚT, en þar segir í 5. grein:
„Verðlaunafjár er aflað samkvæmt stofnskrá settri af Félagi íslenskra bókaútgefenda.“
En Stefán Hörður Grímsson fékk semsagt í sinn vasa eina milljón króna þann 25. janúar 1990. Það má vera að hann hafi líka tekið við einhverskonar viðurkenningu eða verðlaunagrip, en það segir okkur ekkert um hagræn áhrif þess að yrkja ljóð; það eru ástsælir handboltamenn sem selja verðlaunapeninga, ekki ljóðskáld.
Án þess að fara út í alltof mikil smáatriði þá var fyrirkomulagi verðlaunanna breytt strax árið eftir. Veturinn 1990 voru kynntar tilnefningar í tveimur flokkum: Í flokki „frumsaminna íslenskra skáldverka, lauss máls eða ljóða“ og flokki „annarra íslenskra ritverka, fræðirita, frásagna, handbóka og hverra þeirra verka sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir.“ Þá var verðlaunafénu skipt á milli þeirra tveggja höfunda sem tóku við verðlaununum úr hendi forseta Íslands, Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson fengu hálfa milljón hvort. Og jú, sitthvorn verðlaunagripinn.
Verðlaunin héldust óbreytt næstu tíu árin þannig að það má segja að Stefán Hörður hafi verið aberrasjón eða undantekning; Íslensku bókmenntaverðlaunin sem forseti Íslands afhendir sem hann hlaut voru ekki þau sömu og Fríða og Hörður hrepptu vegna þess að þau þurftu ekki að keppa hvort við annað.
Það má nefnilega segja að verðlaunin hafi fylgt verðlagi að vissu leyti því upphæð verðlaunafésins hefur tvisvar verið hækkuð. Árið 2001 fengu Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson hvor um sig 750.000 krónur. Árið 2012 fengu Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson hvort sína milljónina. Nú nýlega voru tilnefningar kynntar í þremur flokkum og tekið fram að verðlaunaféð næmi einni milljón í hverjum flokki. Þannig að næstu þrír verðlaunahafar þurfa ekki að láta sér nægja 667.000 krónur hver. Það má þakka fyrir minna. Þau ná samt ekki með tærnar þar sem Stefán hafði hælana, né heldur Fríða og Hörður.
Það er að segja ef við mælum verðleika skálda – og fólks almennt – út frá því hversu mikla peninga þau þéna og hversu mikinn sykur og brauð og belgískar vöfflur þau geta keypt fyrir þessa peninga, eins og vera ber.
Þegar Fríða Á. Sigurðardóttir tók við búnti af tiltölulega lítið notuðum og vel með förnum fimm þúsund króna seðlum þá stóð gengistala neysluverðs í 150 stigum. Þegar Gyrðir tók sitt stóð vísitalan í 202 stigum. Guðrún Eva tók við útprentaðri nótu fyrir millifærslu (held ég) þann 25. janúar 2012 og þá stóð vísitalan í 387,1 stigi. Ef vísitalan helst óbreytt næsta mánuðinn mun hún standa í 416,7 stigum þegar næstu þrír verðlaunahafar taka í aðra hönd forseta Íslands á meðan hann afhendir þeim verðlauninn með hinni.
Semsagt, ef við ýtum Stefáni Herði til hliðar í bili og við miðum við verðlaunafé Fríðu í þessum útreikningum þá er það eitt á móti einu, sléttar 500.000 krónur.
Miðað við vísitölu neysluverðs taldi 750.000 króna verðlaunafé Gyrðis heilar 557.000 krónur. Árið áður hafði Andri Snær Magnason tekið við 384.000 krónum, sem heita áttu 500.000 krónur.
Í sama skilningi var upphæðin sem Guðrún Eva hlaut 387.000 krónur, þó hún ætti að heita milljón. Og árið áður hafði Gerður Kristný tekið við 306.000 krónum, sem á stóð „750.000kr.“
Loks telur milljón verðlaunahafanna næstkomandi janúar sirka 360.000 krónur, að öllu þessu gefnu. Nú þegar verðlaunahafarnir verða þrír mun heildarsumman standa í 1.080.000 krónum, eða liðlega einni milljón í matarkörfu og íbúðaverði ársins nítján hundruð níutíu og eitt. Þannig að það má kannske segja að Tíminn hafi ekki verið alveg út af korti þarna í september '89, hverjum svo sem hann hafði þetta eftir.
-b.
Eða nei, þau voru fyrst afhent árið 1990, fyrir bók sem kom út árið 1989: Yfir heiðan morgun: ljóð '87-'89 eftir Stefán Hörð Grímsson. Köllum það samt Íslensku bókmenntaverðlaunin 1989.
Þá var tilnefndum bókum ekki skipt upp í flokka fagurbókmennta og fræðirita, svo það var einungis einn verðlaunahafi. Hann fékk eina kalda milljón (1.000.000) krónur í verðlaun.
Í umfjöllun sem birtist um fyrirhugaða verðlaunaafhendingu í Tímanum þann 22. september 1989 segir:
„Verðlaunaféð er ein milljón króna og verða þau veitt í fyrsta skipti í janúarmánuði næstkomandi og verður valið úr bókum sem út komu á yfirstandandi ári. Unnið er að því að fá verðlaunin, sem munu fylgja verðlagi, undanþegin opinberum gjöldum eins og gert hefur verið þegar Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Nóbelsverðlaun í bókmenntum hafa fallið í hlut íslendinga.“
Nú veit ég hreinlega ekki hvort verðlaunaféð sé undanskilið opinberum gjöldum. Ég ætla rétt að vona það. En þó skattleysið sé þarna vafaatriði er því hinsvegar slegið föstu að verðlaunin komi til með að fylgja verðlagi. Þetta er hvorugt tekið fram í greinum Moggans og DV um málið. Um þetta stendur ekkert í reglugerð FÍBÚT, en þar segir í 5. grein:
„Verðlaunafjár er aflað samkvæmt stofnskrá settri af Félagi íslenskra bókaútgefenda.“
En Stefán Hörður Grímsson fékk semsagt í sinn vasa eina milljón króna þann 25. janúar 1990. Það má vera að hann hafi líka tekið við einhverskonar viðurkenningu eða verðlaunagrip, en það segir okkur ekkert um hagræn áhrif þess að yrkja ljóð; það eru ástsælir handboltamenn sem selja verðlaunapeninga, ekki ljóðskáld.
Án þess að fara út í alltof mikil smáatriði þá var fyrirkomulagi verðlaunanna breytt strax árið eftir. Veturinn 1990 voru kynntar tilnefningar í tveimur flokkum: Í flokki „frumsaminna íslenskra skáldverka, lauss máls eða ljóða“ og flokki „annarra íslenskra ritverka, fræðirita, frásagna, handbóka og hverra þeirra verka sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir.“ Þá var verðlaunafénu skipt á milli þeirra tveggja höfunda sem tóku við verðlaununum úr hendi forseta Íslands, Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson fengu hálfa milljón hvort. Og jú, sitthvorn verðlaunagripinn.
Verðlaunin héldust óbreytt næstu tíu árin þannig að það má segja að Stefán Hörður hafi verið aberrasjón eða undantekning; Íslensku bókmenntaverðlaunin sem forseti Íslands afhendir sem hann hlaut voru ekki þau sömu og Fríða og Hörður hrepptu vegna þess að þau þurftu ekki að keppa hvort við annað.
Það má nefnilega segja að verðlaunin hafi fylgt verðlagi að vissu leyti því upphæð verðlaunafésins hefur tvisvar verið hækkuð. Árið 2001 fengu Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson hvor um sig 750.000 krónur. Árið 2012 fengu Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson hvort sína milljónina. Nú nýlega voru tilnefningar kynntar í þremur flokkum og tekið fram að verðlaunaféð næmi einni milljón í hverjum flokki. Þannig að næstu þrír verðlaunahafar þurfa ekki að láta sér nægja 667.000 krónur hver. Það má þakka fyrir minna. Þau ná samt ekki með tærnar þar sem Stefán hafði hælana, né heldur Fríða og Hörður.
Það er að segja ef við mælum verðleika skálda – og fólks almennt – út frá því hversu mikla peninga þau þéna og hversu mikinn sykur og brauð og belgískar vöfflur þau geta keypt fyrir þessa peninga, eins og vera ber.
Þegar Fríða Á. Sigurðardóttir tók við búnti af tiltölulega lítið notuðum og vel með förnum fimm þúsund króna seðlum þá stóð gengistala neysluverðs í 150 stigum. Þegar Gyrðir tók sitt stóð vísitalan í 202 stigum. Guðrún Eva tók við útprentaðri nótu fyrir millifærslu (held ég) þann 25. janúar 2012 og þá stóð vísitalan í 387,1 stigi. Ef vísitalan helst óbreytt næsta mánuðinn mun hún standa í 416,7 stigum þegar næstu þrír verðlaunahafar taka í aðra hönd forseta Íslands á meðan hann afhendir þeim verðlauninn með hinni.
Semsagt, ef við ýtum Stefáni Herði til hliðar í bili og við miðum við verðlaunafé Fríðu í þessum útreikningum þá er það eitt á móti einu, sléttar 500.000 krónur.
Miðað við vísitölu neysluverðs taldi 750.000 króna verðlaunafé Gyrðis heilar 557.000 krónur. Árið áður hafði Andri Snær Magnason tekið við 384.000 krónum, sem heita áttu 500.000 krónur.
Í sama skilningi var upphæðin sem Guðrún Eva hlaut 387.000 krónur, þó hún ætti að heita milljón. Og árið áður hafði Gerður Kristný tekið við 306.000 krónum, sem á stóð „750.000kr.“
Loks telur milljón verðlaunahafanna næstkomandi janúar sirka 360.000 krónur, að öllu þessu gefnu. Nú þegar verðlaunahafarnir verða þrír mun heildarsumman standa í 1.080.000 krónum, eða liðlega einni milljón í matarkörfu og íbúðaverði ársins nítján hundruð níutíu og eitt. Þannig að það má kannske segja að Tíminn hafi ekki verið alveg út af korti þarna í september '89, hverjum svo sem hann hafði þetta eftir.
-b.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)