28 júní 2006

Að hnjóta um hluti

Global politics in 30 seconds!

Ask a Ninja.

Ending women's suffrage.

Ótrúleg klippa af kolkrabba í felum.. Djöfull kunna þeir þetta, melirnir.

..já, ég var að vídjó-stömbla.

_____

Ég var búinn að minnast á að Borgarbókasafnið er að selja afskrifaðar bækur fyrir slikk? Jæja, í dag rölti ég við þarna og keypti þessar hér:



..fyrir 2.000 krónur sléttar.

Hversu svalt er það?

-b.

The Pink Album



Kemur út.. bráðum.

-b.

Snurfus

10 Free Plug-ins to Enhance Photoshop

Stömblaði inná þessa síðu og fann þar þennan gaur. Nú get ég gert myndirnar mínar athyglisverðar(i). Júhú. Sko hér:





-b.

27 júní 2006

Durturinn í Deadwood

Deadwood: Fyrst kynnumst við Bullock, sem virðist vera dálítill bastarður; þá Swearengen, sem er greinilega alger bastarður; þá Tulliver, sem er a.m.k. jafnmikill bastarður og Swearengen; þvínæst Wolcott, sem er geðsjúklingur og mikill bastarður; og nú síðast Hearst, sem gæti barasta verið meiri bastarður en þeir allir til samans.

Góðu gaurarnir eru 'góðir' vegna þess að við fáum alltaf að kynnast einhverjum sem er verri. Og svo koll af kolli. Það sem var spes við Hearst var að hann kom til sögunnar seint í annarri þáttaröð og virtist vera tiltölulega heiðvirður kaupsýslumaður, sem gæti komið böndum utanum Wolcott, útsendara sinn. En nú renna á mann tvær grímur þarsem hann virðist svífast einskis til að eigna sér bæinn og alla sem koma nálægt honum.

Þetta er gott sjónvarp, maður.

Hearst: Your duties will be to answer like a dog when I call.

Tulliver: Like a dog?

Hearst: Compications of intention on your part in dealings with me or duplicity or indirection - behaviour, in short, which displeases me - will bring you a smack on the snout.

Tulliver: Ouch.

Hearst: When administered by a practiced hand, such a blow can be more painful, and grievous even, than your recent sufferings.

Tulliver: I don't doubt the hand would be practiced.

Hearst: Mister Swearengen recently discovered as much.

Tulliver: I gather it cost him a finger.

Hearst: But I should say too that in these rooms just this afternoon such displeasure brought me near to murdering the sheriff and.. raping mrs. Ellsworth. I have learned through time, mister Tulliver and.. as repeatedly seem to forget, whatever temporary comfort releving my displeasure brings me, my long-term interests suffer. My proper traffic is with the earth. And my dealings with.. people.. I aught solely to have to do with niggers. And whites who obey me like dogs.

Og gaurinn sem leikur hann á náttúrulega mikinn heiður skilinn. Þessi orðaskipti þeirra Tullivers eru fantavel skrifuð, en hann eignar sér þetta algerlega. Maðurinn kemur ljóslifandi fram.. hrokafullur og óstjórnanlega gráðugur ofbeldismaður, fullur af mannvonsku og grimmd, en um leið firrtur og jafnvel dálítið sorglegur karakter.

Hann harmar það að hann skuli endrum og eins missa stjórn á skapi sínu, en eingöngu vegna þess að um leið stefnir hann langtímamarkmiðum sínum í voða. Hann hrækir orðinu ,,people" útúr sér einsog fúkyrði og vill helst ekki eiga í samskiptum við neinn sem hann getur ekki skipað fyrir, og barið ef honum dettur það í hug.

Þetta er alpha-karl, en um leið holdgervingur kapítalismans, sem Wolcott gaf forsmekkinn að, bæði í orðum og gjörðum. Einstaklingur sem virðist jafnstór veldinu sem hann hefur reist í kringum sig, safnar stöðugt meira svæði og eignum, og sér fólkið í kringum sig annaðhvort sem þjóna eða hindranir á veginum til frekari útþenslu. Hann bendir á brotnu veggina í hótelherberginu sínu og segir hlæjandi að hann hafi alltaf meiri áhyggjur af því að auka plássið í kringum sig en að búa vel að því sem hann hefur þegar.

Hann átti allavega þennan þátt. Stórkostleg persóna. Kemst reyndar ekki í námunda við Swearengen ennþá, en mér hefði aldrei dottið í hug að þeim tækist að gera svona magnað fúlmenni úr þessum gaur.

-b.

26 júní 2006

Myndasögur og DVD, nemahvað

Amasón pakkinn minn var að lenda!

Ég átti ekki von á honum fyrren eftir viku, að minnsta kosti.. Áætlaður komutími var 29. júní - 13. júlí. Reyndar var síðasta sending frá þeim líka vel á undan áætlun, en ég bjóst samt ekki við þessu svona fljótt. Tæpir tíu dagar síðan ég lagði pöntunina inn.

Ég veit ekki hvar ég á að byrja.

-b.

Ze

Little elevators are far too small for me so I ride the big ones
They're not so fun unless you're OCD and you like buttons..
Futurama snýr aftur!

Í alvörunni í þetta skiptið?

-b.

24 júní 2006

Nokkrar myndir

Útimaðurinn minn, hún Nanna, var ekki beint hress í morgun:


En svo dældi hún á þessa gullnu limmu:

Bílstjórinn var rosalegur töffari. Svo góður með sig að það hálfa væri nóg. Ætli hann hafi ekki alltaf dreymt um að keyra úrkynjaða Reykvíkinga til og frá barnum, veifandi seðlabúntum sem hann á ekki til að kaupa bensín á bíl sem fólk hlær að.

..og ég rakst á þessa fjölskyldu á vappi, þarsem ég labbaði heim af djamminu um daginn. Sko litlu:


Farinn á Selfoss. Til hamingju með gráðuna, móðir góð!

-b.

23 júní 2006

Androids On 'Ludes

VINCENT: I don't know how to make this any clearer, so I'm just gonna say it one last time. Cancel the account.

AOL: : Well explain to me what's, why...

VINCENT: I'm not explaining anything to you. Cancel the account.

AOL: Well, what's the matter man? We're just, I'm just trying to help here.

VINCENT: You're not helping me. You're helping me...

AOL: I am trying to help.

VINCENT: Helping... listen, I called to cancel the account. Helping me would be canceling the account. Please help me and cancel the account.

AOL: No, it wouldn't actually...

VINCENT: Cancel my account...

AOL: : Turning off your account...

VINCENT: ...cancel the account...

AOL: : ...would be the worst thing that...

VINCENT: ...cancel the account.

Mér varð ekki um sel

Fyrirsögn dagsins í rss fídi 'Tækni og vísinda'-hluta mbl.is:
Óttast að öflugur jarðskjálfti muni skekja jörð í su...

Ha? Skekja jörð í sundur?? Einsog í Jörð með stóru J-i?

Nei nei, svo er þetta bara ,,skekja jörð í suðurhluta Kaliforníu." Sem er ekki nærri því eins spennandi, en um leið smá léttir.

Þeir eru sko gjarnan með alltof langar fyrirsagnir í þessari dælu sinni, svo þær enda í miðju orði og svo kemur þrípunktur: ... Og þá giskar maður hvað kemur í framhaldi. Það er nú sjaldan svona spennandi samt.

-b.

21 júní 2006

Kick the Ball With Your Foot

Stílhreint en andlaust. Kemur út í kvöld:



-b.

Handa Halli

..sem sagði mér frá þessu einhverntíman fyrir óralöngu síðan. Í Frakklandi, ef ég man rétt. Hafði aldrei féð það fyrren núna samt.. nokkuð skondið.



Takk takk til Marvins, sem benti á gaurinn.

-b.

ps:

- ,,Where's my snack?"
- ,,You're eating it."

Fæst orð

But what would we-dia actually look like? This is a question that can be easily answered by InstaPundit. Reynolds's blog consists largely of links to news or opinion articles and other blogs followed by comments consisting of such profound observations as "Heh," or "Read the whole thing," or "Indeed." (These are recurring tropes whose centrality can't be exaggerated.) What Reynolds lacks in analysis, he makes up for in abundance of content. On any given day, he'll provide his readers nearly 20 entries--or, if you can stomach it, more.

The blogosphere doesn't universally suffer from this extreme case of logorrhea or vacuity. (Nor are newspaper columnists immune from the latter syndrome.) It contains plenty of experts and thoughtful analysts who excel at precisely the analysis that is hardly the forte of newspaper reporters and eludes old-fashioned pundits. But Reynolds exposes how the blogosphere, at its worst, values timeliness over thought. After linking to an article on congressional earmarks, he'll add, "Well, that's encouraging. Sheesh." Quod erat demonstrandum. Or he'll carp, "Nancy Pelosi, on the other hand, is just dumb"--a point that may be perfectly true but probably requires some explanation or proof beyond the simple assertion. In the end, this method provides the intellectual horsepower of, say, an Andy Rooney commentary. To wit, he wrote in December, "A battery recall on the XM portables. Is it just me, or are we seeing more battery recalls lately." Well, no need for The New York Times, then.

Ég var búinn að velta þessu upp í löngu máli en það var í rauninni ekkert merkilegt, og bætti litlu við þessa grein sem ég hef ekki þegar útlistað oft og mörgum sinnum áður. Stundum þarf maður bara ekkert að bæta neinu við, og fyrir tíða lesendur er ,,Heh." alveg nóg.

Einstaklega dýr Bónusferð í dag. Keypti böns af sokkum en fattaði svo að til þess að skemma þá ekki, einsog alla hina sokkana sem ég á, þá þarf ég að kaupa mér nýja skó. Setjum það á dagskrá fyrir frívikuna, eftir helgi.

Kláraði A Confederacy of Dunces núna áðan og mæli með henni. Ætla að byrja á Neuromancer eftir William Gibson á morgun, sjá hvernig hún er.. ,,Skapaði sæberpönkið," segir amasón. ,,Langdregin bók um stráka sem stunda sjálfsfróun útí eyðimörk," sagði Erlingur. Held ég. Hef ekkert annað fyrir mér í því en óljósa minningu úr.. einhverju. Sjáum hvernig þetta fer.

Cinema Panopticum er bara gamli góði Ott. Superman: True Brit inniheldur nokkra ljósa punkta en er annars bara samansafn af lélegum súpermann bröndurum. Karlinn brotlendir í Bretlandi en ekki Bandaríkjunum. Úúú. Þótt ég hafi ekki gúdderað hana á sínum tíma þá lítur Red Son alltíeinu betur út í samanburði, en e.t.v. er ekki nógu líku saman lagt. Þetta á jú bara að vera léttur djókur. Hrikalega slöpp endalok samt. Robinson bíður. Homicide er rúmlega hálfnuð, en lýsingarnar á sumar-geðveikinni eru svakalegar á köflum:
Childs and Sydnor in the Eastern for a female skeleton beneath a rowhouse porch, a skeleton that is finally matched to a missing persons report three weeks later. She was the tiniest thing, barely eighteen and a hundred pounds dripping wet, and her bastard of a stepfather waited only long enough for his wife to go out of town for a week. He brought three friends home for Saturday night and after a six-pack, the four of them took turns on her, then strangled her by wrapping a towel around her neck and pulling in different directions.
"Why are you doing this?" she asked, pleading.
"Sorry," her stepfather told her. "We got to."

Það er eitthvað svo ómannlegt við þetta að mér verður hálf illt. Maður spyr sig líka hvort þessi orðaskipti séu eitthvað sem Simon skáldar inní eða hvort stjúpinn hafi í raun og veru greint frá þessu í yfirheyrslu.. Ég veit ekki hvað það er búið að greina frá mörgum morðum þegar þarna er komið sögu, en þetta fannst mér sérstaklega truflandi.

-b.

20 júní 2006

Óklippt og ,,óklippt"

Stutt bréf frá Matt Stone til MPAA varðandi South Park: Bigger, Longer and Uncut:
We took out the entire "God has fucked me in the ass so many times..." It is gone.

Slatti af nýjum bókum í hillunum á Borgó. Kippti með mér nýju Alex Robinson bókinni, Tricked, og einhverri Thomas Ott geðveiki, Cinema Panopticum. Er ekki búinn að líta í hana ennþá en titillinn lofar.. einhverju.

Þeir eru ennþá að selja afskrifaðar bækur í anddyrinu. Langaði að kaupa The Eyeball Kid: One Man Show en var ekki með tvöhundruðkall á mér. Verð að líta við þarna aftur með klink í vasanum.

-b.

Kúnnar og aðrir kónar

Entourage: Þarsem hverjar óskir bæði aðalpersóna og áhorfenda eru uppfylltar án tafar, peningarnir flæða, partíin eru endalaus, allir eru vinir og þó verður þátturinn aldrei leiðinlegur. Það er eitthvað við þetta sem segir manni að viðtökufræðingar séu durgar, best geymdir í moldarkofum viktorískra bréfaskáldsagna.

Nýju þættirnir eru komnir á draslið.

Maður er alltaf að vinna. Mikið verð ég feginn að losna úr þessu.. plúsinn er sá að ég fæ endrum og eins smá tíma til að lesa í góðri bók, og einstaka sinnum afgreiðir maður fólk sem nennir að vera mannlegt rétt á meðan það réttir manni plastið sitt, en að öðru leiti er þetta rútina sem krísur einar höggva skörð í.

Núna áðan hjálpaði ég konu að skipta um ljósaperu í bílnum sínum og hún var það þakklát að maður gat ekki annað en komist við. Endrum og eins læt ég, í skiptum fyrir slatta af kóktöppum, fótbolta sem vekur upp eitthvað leiftur í krökkum sem eru hefur greinilega ekki verið spillt fram úr öllu hófi. En oftast nær er maður varla annað en hindrun á milli kúnna og neyslu, þetta formsatriði að þurfa að borga fyrir draslið sem liðið innbyrðir. Hreint ótrúlegt hversu mikið af fólki virðist eiga heiminn skuldlausann, og við hin vinnum bara fyrir það.

Samt man maður þessa almennilegu betur en flónin. Skárra væri það nú..

Og ef einhver í svipuðu djobbi hefur aldrei fengið logandi löngun til að kýla kúnna* í smettið þá er sá hinn sami, eða sú hin sama, einfaldlega að gera eitthvað vitlaust.
Og þá á ég ekki við einhvern tiltekinn kúnna, einsog þann sem stendur næst þér þegar hugmyndinni lýstur niður, heldur einhvern nafnlausan, kynlausan, sérkennalausan kúnna. Fórnarlamb í orðsins bestu merkingu, sem stendur og tekur við höggi fyrir restina af neytendunum.

Og hei, varnagli: Suma viðskiptavini kann ég mjög vel við, og margir fastagestir eru sérstaklega viðkunnalegir. En fyrir þessa tegund mannfólks í heild getur maður varla annað en rifjað upp orð Randalls í Clerks:

This job would be great if it weren't for the fucking customers.

Guði sé lof að það les þetta enginn.

-b.

19 júní 2006

Tómur sunnudagur

Listi yfir fólk sem hefur mikil áhrif í Hollívúdd. Fyndið hvernig hver og einn hefur 'aðal-eiginleika' og 'auka-eiginleika'. Dan Brown er aðallega gáfaður en líka hæfileikaríkur, á meðan J.K. Rowling er aðallega hæfileikarík, en auk þess gáfuð.

Og svo er þetta vídjó, viðtal við gaur sem berst fyrir því að fá boðorðin tíu upp á veggi þingssala í BNA. Hann er beðinn um að telja upp þessi boðorð og man bara þrjú af tíu. Brilljant.

Kíktum á boltann í gær og supum bjór. Þynnkan var að mestu horfin þegar ég mætti í vinnuna, en útimaðurinn er að gera mig gráhærðan. Eða gráhærðari. Ofur rólegur dagur, sem var vel, en Ýmir og Egill litu við, sem gerði dvöl mína þarna ögn bærilegri.

Heyrðu svo tóku þeir bara Svíþjóð. Gó Ísland.

-b.

16 júní 2006

,,Don't tell me what I can't do"

Mmmmm.. sígarettur.


Essó átti sextugsafmæli í fyrradag og bauð einhvern afslátt á bensíni. Þetta þýddi að allir, mömmur þeirra og hundarnir í nágrenninu æddu á næstu essóstöð og fylltu tankinn, jafnvel þótt hann hefði verið fylltur daginn áður og tæki ekki meira en fjóra fimm lítra í viðbót - 'sparnaður' er víst sparnaður. Það var stanslaus straumur í Vesturbænum og salan þreföld á við venjulega. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hefur verið á stærri stöðvunum, uppá Höfða eða álíka..

En þetta þýddi líka að í gær var ekkert að gera. Allir komnir með bensín á tankinn og fylla ekki fyrren á næsta afmælistilboði ef allt gengur vel. Ég er að vona að það haldist rólegt í dag líka, en ég er að fara á kvöldvakt eftir rúman klukkutíma.

Á miðvikudaginn dreif ég mig semsagt í burtu eftir vaktina mína, fór heim og slappaði af. Svo mjög var ég afslappaður að ég fattaði ekki að ég hafði gleymt símanum mínum á stöðinni fyrren ég var að fara í háttinn um tólfleytið. Hjólaði niðreftir og hitti þar tvo tappa frá Olíudreifingunni, en þeir voru að smúla skyggnið á stöðinni. Viðkunnalegir gaurar. Ég sótti símann, hjólaði heim, stillti vekjarann og fór að sofa.

Heyrðu svo hringir helvítið ekkert um morguninn. Ég á að mæta rétt rúmlega sjö, en hrekk upp klukkan hálf, snara mér í föt og út á hjólið. Hjóla eins hratt og ég get niður Ægissíðuna og það er ekki fyrren ég kem á stöðina og sé að það er enginn þar að ég lít aftur á klukkuna. Hún er þá tuttugu mínútur í sjö.

Settist inn og las í Homicide. Það var ágætt. Einhver gaukur frá Öryggismiðstöðinni hringdi og spurði hversvegna ég væri mættur svona snemma. Ég sagði honum allt af létta. Hann hló. Ég man ekki hvað hann sagðist heita.

...

Kláraði aðra seríu af Lost í gær og sé metafiksjón punkta í hverju horni. Draslið um þetta á netinu er ógurlega mikið og ég held ég láti það eiga sig að mestu leyti.. Er byrjaður á Prison Break en aðalleikarinn er að fara í taugarnar á mér. Og ég sá frétt í Blaðinu í gær um yfirvaraskegg slökkviliðsmanna sem mér fannst smellin. Meira um það síðar.

Eða ekki.

-b.

14 júní 2006

Aukinn markaður fyrir Nestlé kaffibjórinn býst ég við

Kaffi kann að vinna gegn eituráhrifum áfengis á lifrina og draga úr hættunni á skorpulifur, að því er vísindamenn í Kaliforníu greina frá. Rúmlega 125.000 manns tóku þátt í rannsókninni, en einn kaffibolli á dag dró úr hættunni á skorpulifur um 20%. Fjórir bollar minnkuðu hættuna um 80%. Þessara áhrifa gætti hjá bæði konum og körlum af ýmsum kynþáttum.

Ekki er ljóst hvort það er koffínið eða eitthvert annað efni í kaffinu sem veldur þessum áhrifum, segir einn höfunda rannsóknarinnar, dr Arthur Klatsky, við Kaiser Permanente-rannsóknarstofnunina í Oakland. En hann bendir á að til sé betri aðferð til að forðast skorpulifur en að drekka mikið kaffi, og það sé að draga úr áfengisdrykkju.

Ef einn bolli dregur úr hættunni um 20% og fjórir draga úr hættunni um 80%, þá ættu tólf bollar að draga úr hættunni um 240%!

Kaffi, hér kem ég!

-b.

,,True and complete awareness"

Lost: Þarsem draumar segja fólki að halda kjafti og fólk spyr hvort annað óræðra spurninga uppúr þurru.

Týpísk spurning: ,,Ertu með það?" Eða ,,Sástu hann?" Eða ,,Manstu eftir því?" Viðmælandinn þarf þá að spyrja á móti ,,Hvað?" ,,Hvern?" ,,Hverju?" Spyrjandinn útskýrir og samtalið hefst fyrir alvöru.

Þetta er svona gimmikk.

-b.

13 júní 2006

Netsniglar, snúið við!

Jæja, ég var að tæma myndavélina í fyrsta skipti síðan áður en ég fór út. Hérna eru nokkrar. Ég nennti ekki að minnka þær niður eða neitt þannig að þetta er slatti af drasli til að hlaða upp.

Partíið góða:


Bánkinn


Grillhúsarinn


Ölvarinn


Fulli gaurinn


Hellaferð í Kanarí


Svaka fínt


og byggt inní fjöllin


litlar hurðir og svona


en svo fann ég líka svona


og svona


og þetta hér


og já..


Pleisið á Kanarí


Hér inni sat ég stundum og pikkaði kveðjur heim. Datt ykkur í hug að það væri pálmatré fyrir utan? Já, kannske..


Og þetta er gatan


Þetta böngaló-inn


Veröndin


Neðri hæðin eftir rólegt fyllerí á gelgjunum


Þorri bróðir í vélinni heim.


-b.

Tell Your God to Ready For Blood

Einsog ég auglýsti núna áðan á vitleysingum (sem ég man núna að eru ekki með permalinka, og það verðum við nú að laga hið snarasta) hef ég hent upp fyrstu þáttum þriðju sería Deadwood og Entourage. Hér eru þeir:

Deadwood (sirka 350mb, HI-net),

Entourage (sirka 230mb, HI-net).

Ég var að enda við að horfa á þá og báðir lofa góðu. Ég er sérstaklega ánægður með Deadwood og bíð spenntur eftir meira blóði.

Wash and stack, shitmonkey.. or ready yourself for worse.

Gerist ekki betra.

-b.

Davinsí kód - góður punktur

If Dan Brown doesn’t tell us much about Robert Langdon, he tells us even less about Sophie Neveu. At least Langdon’s ramblings and manuscripts are evidence of his own passion and intellectual life; Sophie’s interest in cryptology is attributed directly to the design of the grandfather who raised her. If Sophie had a love at one point, he doesn’t get a name – we know just that she is lonely. She’s useful to the search for the Grail only because of her hazy childhood memories. Sophie is a human code, and she needs Langdon to help her read herself. There’s nothing inherently wrong with a lonely repressed lady cryptologist, but Brown isolates her in a world where female power has been lost, and encourages only the men to reclaim it.

Voðaverk

A prof at Stanford University is suing the estate of James Joyce over the estate's long practice of destroying documents vital to Joyce scholarship, and of intimidating academics and creators who want to study and extend the works of Joyce. Carol Shloss, a Joyce scholar, has worked for 15 years on a book about the ways in which the book Finnegans Wake was inspired by Joyce's mentally ill daughter. Joyce's grandson, Stephen Joyce, have allegedly destroyed documents relating to this to undermine her book.

This isn't the first time that Stephen Joyce has hurt the cause of scholarship about his grandfather. He threatened to sue the Irish Museum over its exhibition of Joyce's papers. He threatened to sue pubs in Ireland for allowing people to read aloud from Joyce's novels on Bloomsday, the celebration of Ulysses. He told symphonic composers that they couldn't put Joyce quotations in their symphonies.

Most tragically, there was a brief moment when Stephen Joyce was irrelevant. The works of James Joyce were in the public domain until the EU copyright directive extended copyright by 20 years, putting Joyce's books back into the care of his capricious grandson for decades.

Ef þarna væri um að ræða núlifandi höfund, og sá tappi hagaði sér svona - gerði sér ferðir til að eyðileggja gögn o.þ.h. til að bregða fæti fyrir fræðimenn - þá efast ég um að nokkur sæi neitt athugavert við það. Sumir myndu eflaust hrósa honum, virða hann fyrir sérviskuna. En einhver gaukur sem fæddist bara inní rétta fjölskyldu á ekkert með að neita fólki að lesa inní verk afa síns. Já eða uppúr þeim.

Þessi framlengda höfundarréttarvitleysa virkar svo langt sem hún gengur inní það hver græðir á sölunni, en hvað fræðimennsku og almenna skynsemi varðar eiga afkomendur skálda andskotann ekkert í verkum forfeðra sinna.

Og hana nú.

...

Annars kom ég heim úr vinnunni fullur eldmóðs og hóf þrif. Lauk þeim stuttu síðar og svalaði fjallháum þorsta mínum með köldum bjór. Nú er hann úti, og fyrstu þættir þriðju sería Entourage og Deadwood eru að detta inn. Spurningin er bara hvað verður í matinn.

A Confederacy of Dunces fer að klárast, þriðja bókin sem ég hlusta á í Simba. Einkar kyndug skáldsaga með vægast sagt litríkum persónum þarsem kaldhæðnin drýpur af hverju strái. Það er varla að votta fyrir plotti enn sem komið er, en mér heyrist þetta sé að fara að skríða saman.. annars eru þessar gersamlega firrtu og fráleitu einræður Ignatiusar næg ástæða til að tékka á þessari bók.

Verð að finna mér eitthvað nýtt stöff. Verður varla mikið vesen. Kærar þakkir, internet.

-b.

12 júní 2006

Pushin' slush at the S.O. boutique

Nú er skiptivakt: Ég er að fara að vinna aftur rétt rúmlega sjö, svo ég get varla hangið lengi frameftir. Það urðu samt ansi dramatískar mannabreytingar niðrá stöð í dag. Það verður gaman að segja frá því.

JLA - Junior Lifeguards' Association. Hah!

-b.

Að þýða fisk

Núna áðan á Sirkus sá ég línuna there's something fishy about this guy þýdda sem hann er með óhreint fiskimjöl í pokahorninu. Sem er vandræðalegur snúningur uppá gamalt máltæki. Betra hefði verið að segja hér liggur fiskur undir steini.

Segi bara svona.

-b.

11 júní 2006

Goon Show brandari

The joke runs as follows: Two hunters are out in the woods in New Jersey when one of them collapses. He doesn't seem to be breathing and his eyes are glazed.

The other guy whips out his phone and calls the emergency services. He gasps 'My friend is dead! What can I do?' The operator says: 'Calm down, I can help. First, let's make sure he's dead.' There is a silence, then a shot is heard. Back on the phone, the guy says 'OK, now what?'


Í hinni útgáfunni eru tvö skot, sem gerir þetta allt að 30% fyndara, að mínu mati.

-b.

'Gripe'

RÚV hefur verið að sýna ágætis bíómyndir undanfarið, svona á milli sæmilegra bíómynda og einstaka lélegra bíómynda. Núna eru þeir t.a.m. að sýna Saving Private Ryan, sem ég myndi telja til góðra kvikmynda. Ég hef hinsvegar tekið eftir því að þeir nota iðulega 3:4 skjásniðið þegar þeir sýna þetta annars vandaða stöff.

Ég hef reyndar ekki tekið eftir því sérstaklega, en ég held að þeir geri þetta líka við sjónvarpsþættina. The Sopranos og Lost eru t.a.m. teknir upp í breiðskjá.

Eru þeir e.t.v. ekkert að spá í þessu þarna uppfrá? Mér þykir það ósköp hæpið. Er þetta þá meðvituð ákvörðun um að fylla skjái landsmanna?

Þetta er lélegt hjá ykkur, RÚVarar. Fúllskrín er fyrir kellingar.

(Þeir eru reyndar ekki einir um þetta.. Einsog ég minntist á fyrir einhverju síðan þá sýndi SkjárEinn Battlestar Galactica með sama móti. En égmeina.. þetta er RÚV. Maður má búast við einhverjum standard.)

-b.

10 júní 2006

Það eru píslirnar, sjáiði til, píslirnar..

There have been three major terror attacks in the West over the past five years—9/11, the 2004 train bombings in Madrid, and the 7/7 suicide attacks on the London Underground. For all the talk of a radical Islamist conspiracy to topple Western civilization, there are many differences between the men who executed these attacks. The ringleaders of 9/11 were middle-class students; the organizers of the Madrid bombings were mainly immigrants from North Africa; the 7/7 bombers were British citizens, well-liked and respected in their local communities. And interpretations of Islam also varied wildly from one terror cell to another. Mohamed Atta embraced a mystical (and pretty much made-up) version of Islam. For the Madrid attackers, Islam was a kind of comfort blanket. The men behind 7/7 were into community-based Islam, which emphasized being good and resisting a life of decadence.

The three cells appear to have had at least one thing in common, though — their members' immersion in gym culture. Often, they met and bonded over a workout. If you'll forgive the pun, they were fitness fanatics. Is there something about today's preening and narcissistic gym culture that either nurtures terrorists or massages their self-delusions and desires? Mosques, even radical ones, emphasize Muslims' relationships with others—whether it be God, the ummah (Islamic world), or the local community. The gym, on the other hand, allows individuals to focus myopically on themselves. Perhaps it was there, among the weightlifting and rowing machines, that these Western-based terror cells really set their course.


Í gær datt ég íða og pantaði einhverja hrúgu af Amazon. Ja, ég datt reyndar ekki íða, ég bara sat við tölvuna frameftir og pantaði hrúgu af Amazon. En mér leið þannig í morgun þegar ég mundi eftir þessu og velti því fyrir mér afhverju ég var að því einmitt þá.. En svo mundi ég að Firefly DVD settið er á fimmtíu prósenta afslætti þessa stundina og ég gat ekki gefið það frá mér. Restin af því sem ég pantaði er hinsvegar algert leyndó.

-b.

Glefsa úr Portinu

Ég var að rölta um Kolaportið fyrir dálitlu síðan, að skima eftir myndasögum aðallega.. Stoppaði við eitthvert bókaborðið og gáði en sá ekkert. Það voru kassar af bókum undir borðinu og mér sýndist ég sjá einhvern bækling sem mig langaði að skoða, þannig að ég kraup og fór að fletta í gegnum draslið.

Kemur þá ekki gaurinn, bóksalinn, og segir mér að 'gramsa ekki undir borðinu.' 'Er þetta ekki til sölu?' spyr ég. 'Nei, þetta er ekki til sölu. Það er nóg oná borðinu.'

..einsog hann sé að selja fisk.

Ég var stopp. Hristi bara hausinn og fór að leita annarstaðar.

-b.

09 júní 2006

Tvöfalt gaman

Deadwood byrjar líka aftur á sunnudaginn?

-b.

Rósir drekka líka viskí

Gaurinn fékk honorable mention á overheardinnewyork. Verst að það var ekki fyrir keppnina sem byrjaði í dag, en þá hefði ég fengið aðra þáttaröð af Entourage á DVD.

Hefði ekki slegið hendinni á móti því.

Og ég sló heldur ekki hendinni á móti bókum til sölu í borgó. Fékk Jinx e. Bendis og Preacher: Alamo á fimmtánhundruðkall. Sáttur við það.

Nobody likes a snob, but we Reverse-snobs can be even more obnoxious. I’ve come to take pride in the fact that I haven’t seen any Star Wars movies. Or Jaws, or the Godfather. I never saw The Brady Bunch or Starsky and Hutch or Full House or countless other staples of American pop culture. I didn’t avoid these things to prove a point or anything; they just didn’t interest me. But now, it’s like a talking point when the discussion turns to contemporary mass entertainment. Lots of people I know can boast, with all honesty, of never having seen a single episode of Survivor, That 70s Show or even Friends. It’s a feather in their caps! Our ignorance of these stupid totems makes us feel superior. Untainted. Just better than the rest of you!

[...]

Soon the competition for Most Ignorance became fierce. No one had ever seen ER, Law and Order, Lost, Desperate Housewives, it went on and on. We felt like fucking Kings! We were miles and miles above the Common Man. We knew Nothing of Anything popular and mainstream!

Maður getur varla annað en tekið eftir þessu í sjálfum sér þegar maður bölvar sífellt veruleikasjónvarpi og feitur-gaur-aðlaðandi-eiginkona sitkommum. Hinsvegar hef ég, að ég held, aldrei dottið útí vitleysu af þessu tagi. Ég horfi ekki á Ædol eða veruleikasjónvarp ef ég kemst hjá því, en hef samt séð eitthvað af þessu öllusaman. Enda er ekkert heimskulegra en að fordæma drasl sem maður hefur ekki einusinni gefið séns.

Ég glápi á Law & Order ef það er í gangi, en held því á sama tíma fram að það sé óttalega lélegt sjónvarp.. Maður getur samt haft gaman af því.

Eða ég get það allavega.

Annað á við um That 70s Show og Desperate Housewives, sem er bæði lélegt og leiðinlegt sjónvarp. Dót fyrir kerlingar.

Þessar myndir fannst mér skemmtilegar.. Sérílagi þessi af smiðnum sem varð prestur:


Hvað verður um 20 ár?

-b.

08 júní 2006

Enn af rokkstar

Ég hef verið að narta í hælana á Ými í rokkstjörnuleiknum undanfarið, og núna áðan skaust ég framúr honum.



Endist væntanlega ekki lengi, en gaman á meðan á því stendur. Og nýja smáskífan er í topp 500 á Bretlandseyjum. Gó ég.

-b.

Slá í geeeeegn..

Stuð.

Hitti Ými hérna fyrir utan í dag. Við renndum til Davíðs og fórum og tókum vídjó saman. Domino er óttalegt rugl og nokkrum desíbelum of stílíseruð. Öll myndin er svona einsog Maríu Carey / Snoop Dogg myndbandið sem ég sá á popptíví um daginn, bara fleiri byssur og svo auðvitað Tom Waits..

Beverly Hills 90210 tengingin hefði getað verið hrikalegur feill, en hún gekk ágætlega upp, eins langt og hún gat á annað borð. Þetta er á einhvern hátt í ætt við Tarantínó-íska kits gildið, en virkar öðruvísi þarsem leikararnir eru að leika 'sjálfa sig'. Á hinn bóginn gæti maður ætlað að þeir hafi verið að því alla sína ævi, og þarmeð virkar þetta bærilega.

Það var einhver sjarmi við þessa mynd, grafinn undir öllum kontrastinum og gegnsýrðum litum, en hún leyfir sér aldrei að slappa af, anda í smá stund og skoða hvað er að gerast. Þetta er bara bamm bamm bamm keyrsla á einhverju kúli sem skilar sér aldrei almennilega. Rourke ræður við það að vera svalur en Knightley á soldið langt í land með það.

Ég manaði Ými til að komast inní tölvuna mína og hann gerði það, blessaður. Ég stóð í þeirri meiningu að notendaprófíllinn minn væri administrator á tölvunni, sem er reyndar rétt, en svo kemur í ljós að ég hef aldrei notað eða átt neitt við þennan innbyggða 'Administrator' notanda. Svoleiðis að hann sat bara þarna og beið eftir því að einhver stimplaði sig inn, lykilorðslausan.

Ágætt að koma því frá. Sjálfur hef ég reyndar gert þetta á annarra tölvum.. þegar ég var að skoða tölvurnar tengdar HI-netinu hérna í den voru þær oftar en ekki varðar með lykilorði, og þá virkaði stundum að skrifa inn Administrator og ekkert lykilorð. Eða nafnið á tölvunni (sem maður sá í network neighbourhood) og ekkert lykilorð.

Verst að það var ósköp sjaldan eitthvað af viti til að sækja.

...

Lost rennur ágætlega af stað inní aðra seríu, og ég held það sé langt síðan mér hafi líkað svona ofboðslega illa við eina persónu í sjónvarpsþætti. Vanþóknun mín á þessum hálfvita var áþreifanleg og óx með hverjum þætti þartil núna síðast þegar hún hvarf svo snögglega að það kom mér gersamlega í opna skjöldu.

Það er kannske melódrama, en það er líka fokking gott sjónvarp.

...

Á morgun ætla ég út að kaupa nýju 7 Soldiers bókina. Það er eins gott þið eigið hana til, Nexusgaurar, annars.. ja.. annars neyðist ég til að kaupa eitthvað annað. Með glöðu geði. En ég kem ekki til með að skrifa nafnið mitt fallega á posakvittunina!

Hafiði það.

...

Hei já.

Ég fékk síðustu einkunnirnar í vikunni. Ég náði þessu bara ágætlega, takk fyrir.. Ég ætti að fá einhver lúsarnámslán hvað og hvenær, og get þá farið að borga niður hluta af yfirdrættinum. Megnið af sumrinu fer svo væntanlega í að borga restina. Ekki fer ég úr landi enn í skuldum við bankann minn?

Í millitíðinni skulum við djamma einsog hæskúl partí í Todd Solondz mynd.

-b.

06 júní 2006

Annað sem má leggja í rúst..

Vífilfell líka, sem virðist alveg hætt að selja venjulega gosdrykki, en þreytist hinsvegar ekki á því að hvetja til tappa- og miðasöfnunar þarsem vinningarnir eru leyfi til að kaupa meiri varning. Þú safnar tuttugu töppum (20 x 145kr = 2900kr) og mátt þá kaupa rafmagnshlaupahjól með aðeins 2000króna álagningu eða svo (6900kr ef ég man rétt), sem virkar ekki út vikuna (ef marka má kvartanirnar).

Eða þú mátt safna 40 töppum (40 x 145kr = 5800kr) til að fá 'gefins' leðurfótbolta, skreyttan auglýsingum kók og styrktaraðila HM2006, að andvirði 4000krónur.

Smávægið er síðan 5 tappar (5 x 145kr = 725kr) sem þú getur skipt út fyrir pakka með þremur myndum af fótboltaleikmönnum, að andvirði 500krónur.

Mér fannst nóg um vitleysuna í Idol-miðaleiknum þeirra, þarsem vinningarnir voru gjarnan eitthvað álíka heimskulegt og 5% afsláttur í Skífunni. Sem þýðir að fyrir fimm miða (725kr) gastu fengið 5% afslátt af geisladiski (5% af 2400kr = 120kr), en varðst jú til þess að eyða peningum í þennan geisladisk, 2280krónur.

Hérna er ég að miða við sjoppuverð á kóki, og auðvitað er ekki hægt að reikna með því að fólk kaupi kók gagngert til þess að taka þátt í þessum leikjum, en það er hvetjandi. Til þess er það. Og að þeir skuli ekki geta aulast til að láta einhver almennileg verðlaun fyrir þáttöku finnst mér fyrir neðan allar hellur.

-b.

Áfram Ísland

Lost-málum hefur verið reddað. Takk Marvin.

Búinn að vera í GTA í dag og þar er allt á fullu. Vantar einn Virgo til að klára annan bílalista og svo er hellingur af ævintýrum eftir. Ef ekki væri fyrir þessa helvítis þyrlu þá væri ég vel settur.

(Gaman að þurfa ekki að hafa áhyggjur af stærri hlutum en þessum..)

Kvefið ætlar að vera með vesen. Ég man óljóslega eftir löngu hóstakasti einhverntíman í nótt, en ég get allavega kyngt án þess að fá rýting í hálsinn orðið. Röddin hvarf á aðfararnótt sunnudags og eftir sat ryðgaður sandpappír í vikurhaug. Krakki í pylsuvagninum bað mig um að segja ,,ring of fire" en ég gerði honum ekki til geðs. Ég er bara þannig gerður.

Íslendingar voru að enda við að sigra Dani í handbolta. Stundum er gaman af boltanum. Ég er t.a.m. illur útí Sýn fyrir að taka HM úr greipum hins reglulega Íslendings. RÚV hefði átt að taka þetta með valdi.. eiga þeir ekki byssur og barefli og svona? Símtal í Björn nafna minn Bjarnason og þetta hefði verið komið.

Ég missi reyndar engan svefn yfir þessu eða neitt, en það hefði óneitanlega lífgað uppá vinnudaginn að geta glápt á leikinn í sumar. Þetta er þannig djobb, já.

Fagurfræðingurinn Geoff Klock virðist vera orðinn reglulegur gestur hér á liðhlaupi.. annaðhvort hann eða vefstóllinn hans. Fyndið, þarsem ég skil ekki að þau lesi íslensku þarna fyrir sunnan.

Annar fagurfræðingur, Atli Fannar hórusöngvari, skrifaði fína grein í annaðhvort Blaðið eða Fréttablaðið um daginn sem mér fannst gaman að sjá. Hann talaði um það hversu gamalt drasl væri verið að flytja hérna inn, og að það væri í raun ekkert skrýtið að 'Reykjavík Rokkar' skyldi hafa fallið niður. Langar einhvern ennþá að sjá The Darkness eða David Gray hérna á Íslandi?

Þetta er náttúrulega ekkert nýtt.. á síðustu árum hafa bönd einsog The Strokes og Franz Ferdinand verið fengin hingað löngu eftir að kúlið sem lýsti af fyrstu plötunum þeirra hefur horfið inní móðuna. Að maður tali nú ekki um súrhey einsog KoRn eða Metallicu sem toppuðu fyrir lifandis löngu síðan.
Skilin á milli elli og klassíkur eru kannske óljós, ég veit ekki, en þau eiga a.m.k. ekki við í fyrrgreindum dæmum. Roger Waters ætlar að koma og spila The Dark Side of the Moon, sem hann gæti eflaust gert með lokuð augun og hendur bundnar fyrir aftan bak.. Fínt fyrir þá sem fílaða, rétt einsog með allt hitt, en þetta er síður en svo spennandi gigg. Það sama má segja um hinn gamlingja mánaðarins, flautuleikarann úr bandinu þarna.

Hvað næst? Weezer? Smashing Pumpkins? Eminem?
Hvernig væri að reyna að ná í fólk sem er að gera eitthvað af viti?

Ég vil líka viðra þá skoðun mína að TM auglýsingarnar sem eru sýndar á undan veðurfréttum á RÚV eru með því fáránlegasta sem ég hef lengi séð og ganga engan veginn upp með því sem á eftir kemur. Ég legg því til að höfuðstöðvar TM verði lagðar í rúst.

-b.

Gó Jútúb

John Cleese og gengið í jarðarförinni hans Grahams Chapmans:



...

Ég horfði á einhverja fimmtán þætti af Lost í gær og það tók mig nærri því allan daginn. Fínt því ég hafði ekkert annað að gera, þannig séð.. Kláraði svo það sem ég átti eftir í dag og nú vantar mig meira. Alveg sárlega.

Þessi sjötta Sopranos sería má nú bara fara í fúlan pytt.

Hinsvegar byrjar Entourage aftur um næstu helgi og þá get ég tekið hollívúddsjúka gleði mína á ný.
Og vitleysingarnir fóru aftur í gang í gær. Allt á uppleið, ef maður lítur í þá áttina.

Er að skána af kvefinu. Vonandi get ég komist í einhverja sól áður en vinnan byrjar aftur, en það verður á föstudaginn. Langa langa frí.

-b.

05 júní 2006

Tíhí



Búnað horfa á Lost í allan dag. Og vera veikur. Trampólínið var ekki góð hugmynd held ég..

-b.

02 júní 2006

O.G. - Othellian Gatsby?

Heimskt heimskt heimskt...

'Skyssur' einsog í 'mistök'

Tvær stærstu skyssurnar sem ég gerði í módernismaritgerðinni:
  • Skildi eftir stikkið ,,ÁRTAL" í tveimur neðanmálsgreinum á einni síðunni. Geri þetta stundum þegar ég hef heimildina ekki við höndina, skrifa bara það sem vantar (ártal, blaðsíðutal, útgáfu osfrv.) í stórum stöfum svo ég sjái það og geti skipt út þegar ég fer yfir seinna. Þarna hljóp ég greinilega yfir síðu. Neyðarlegt, svona vægast sagt.
  • Hélt því fram að bókin Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson hefði komið út árið 1956, en hún kom víst út árið 1920. Skil þetta nú ekki, er nokkuð viss um að ég sá hana útgefna '56 í gegni. Etv. seinni þýðing úr dönsku eða.. eitthvað. Ég þekki manninn ekkert. Hef ekki lesið staf eftir hann.
    Þetta var reyndar ekki stórt mál, var bara að nota titilinn á bókinni sem samanburð við titil 79 af stöðinni, en það er lélegt að svipta svona hulunni af fáfræðinni. Lágmark að hafa ártölin á hreinu.


Fleira var það nú ekki. Er það nokkuð, Sveinn?

-b.

Lati Geir á Lækjarbakka..

Ég fékk heimsókn hingað í draslið mitt um daginn og var bent á að þósvo það væri allt yfirfullt af rusli, þá mætti samt finna einhverja áráttu í kaosinu. Svona drasl væri hérna í þessum haug og annarskonar drasl væri þarna í öðrum haug.. og innan um alltsaman mætti svo finna skolaðar og samanbrotnar mjólkurfernur.

Þetta er allt satt og rétt. Ég bendi samt á það núna einsog þá að það er óvenjulega mikið af drasli hjá mér þessa dagana, en það er helst vegna þess að ég hef komist svo lengi upp með það. Það kom þarna smá tímabil þarsem ég gerði ekki annað en að sitja, lesa, skrifa og sofa. Ég fór fátt og enginn kom hingað, svo að piparsveinninn í mér hætti að vaska upp, sópa og ganga frá þvotti. Þarsem ég sit og skrifa þessi orð sé ég meira að segja ennþá litla hrúgu af hreinum (!) þvotti sem ég nennti ekki að ganga frá einhverntíman um daginn. Hún liggur í sófanum. Fjandinn. Ég hef annað að gera.

...

Sem er nú lygi. Ég kláraði vinnuna um fjögur í dag, hjólaði heim, keypti mér pilsner og settist útí sólina á svölunum mínum. Til þess eru þær.

Plata í spilun er Advice From the Happy Hippopotamus með Cloud Cult. Kottke mælti með þessu fyrir lifandis löngu síðan og ég hef smellt henni á við og við síðan, en ég hef ákveðið að fíla hana bara. Þessir krakkar eru allstaðar um kortið. She shows me Jesus at the bottom of a Colt '45...

Dagvaktirnar eru léttari en kvöldvaktirnar. Alveg talsvert léttari. Svo eru flestir betri í skapinu á föstudögum. Maður hendir í þá einu ,,góða helgi" og líður sífellt betur. En svo man maður að það er vinna á morgun. En reyndar ekki á sunnudaginn. Takk, kristni.

Ég silast eitthvað áfram í GTA en mig grunar að það verði flugið sem steypir mér aftur, rétt einsog í San Andreas. Núna eru það þyrlurnar. Helvítis bögg.

Homicide heldur áfram að vera frábær. Ég nenni samt ekki að skrifa upp kaflann sem mér fannst svo góður áðan. En hann var talsvert notaður í ,,The Documentary" þættinum í 5. þáttaröð af Homicide: LOTS.

Muniði eftir fréttinni um fólkið sem fékk eldingu í hausinn þarsem það baðst fyrir í kringum járnkross? Sjáið þetta:
DAPHNE, Ala. -- Worried about the safety of her family during a stormy Memorial Day trip to the beach, Clara Jean Brown stood in her kitchen and prayed for their safe return as a strong thunderstorm rumbled through Baldwin County, Alabama.

But while she prayed, lightning suddenly exploded, blowing through the linoleum and leaving a blackened area on the concrete. Brown wound up on the floor, dazed and disoriented by the blast but otherwise uninjured.

She said 'Amen' and the room was engulfed in a huge ball of fire. The 65-year-old Brown said she is blessed to be alive.

Firefighters said its likely she was hit by a bolt of lightning that apparently struck outside and traveled into the house yesterday afternoon. She was found lying on the floor by her 14-year-old granddaughter.

Fire officials think the lightning likely struck across the street from the couple's home and traveled into the house through a water line. The lightning continued into the couple's backyard and ripped open a small trench.

A family member said he will no longer assume it is safe to be indoors during a lightning strike.


Og þetta er bara skrýtið.. Söguþráður Fight Club (bókarinnar frekar en myndarinnar, sýnist mér.. hann skiptir þessu allavega upp í kafla) settur fram með legókubbum. Skrýtið.

Já, skrýtið.

-b.

Spot the looney

Orkuveita Reykjavíkur var að sýna einhverja handónýta auglýsingu þarsem brosandi faðir heldur á syni sínum í gegnum hverja súrreal senuna á fætur annarri, syngjandi ,,svona viljum við hafa það / ekkert vesen ekkert vandamál" eða eitthvað í þá áttina.. Hvað er í gangi?

Það þarf nú eitthvað til að sannfæra mig um það að Orkuveitan þurfi að auglýsa þjónustu sína. (Leyfist mér að segja ,,glætan"? Ég er ungur enn.) Hver er tilgangurinn? Er ég að sjá stóriðjuhimnasöng í hverju horni? Er ég bilaður?

Eða er þetta bara Rafmagninu allt - gó álver?

...

Mikið finnst mér skrýtið að sjá fólk í kastljósinu sem er ekki að rífast hvort við annað. Þetta er örugglega í annað skiptið á stuttum tíma sem aðilar beggja megin borðsins eru að tala sama máli. Núna einhverjir bandarískir vísindamenn að tala um krabba í músum, um daginn tvær konur að tala um faðerni einhvers lögfræðings.

Kannske þarf fólk ekki að vera að rífast alltaf. Fáum við ekki nóg af því í The OC hvorteðer?

-b.

01 júní 2006

Hóst!

Ennþá veiki gaurinn.

Mamma mín á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið!

Og hann Ýmir leit við. Alla leið frá Danmörku. Ég var skiljanlega hissa á að sjá hann í dyrunum, en þekki hann samt í gegnum gluggatjöldin. Lá hérna á náttsloppnum og horfði á Scareface. Ég sko, ekki hann. Hæ Ýmir.

Merkilegt: Einn af bestu Homicide: LOTS þáttunum, þarsem Pembleton og Bayliss reyna að fá játningu frá Arabaranum með tólf tíma yfirheyrslu í Kassanum, er spunninn uppúr tveggja blaðsíðna atriði í bókinni. Kom mér á óvart að þessi tiltekni þáttur skyldi ekki byggja meira á upprunalega textanum, en hann þurfti þess greinilega ekki. Brilljant.

-b.

Veikur

Án gríns. Ég er að DREPAST í kjaftinum. Það er mjög sárt að kyngja og geispa osfrv. Og mig klæjar í innanverðan hálsinn. Fokk.